Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.2016, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.04.2016, Blaðsíða 3
 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 3 „Okkur systurnar hefur dreymt um að fara á Ólympíuleika og vera körfuberar síðan ég var 11–12 ára. Afi okkar fór á Ólympíu- leikana með nokkrum félögum sínum í Þór til London árið 1948 og var þar í þrjár vikur. Áhrifin voru slík að hann þreyttist seint á því að segja okkur frá því,“ segir Íris Eva en hún er nú 28 ára sjúkraþjálfari og lýðheilsufræðingur. Íris á ekki langt að sækja íþróttaáhugann. Hún æfði frjálsar með Ungmennafélagi Akureyrar (UFA) og fimleika með Fimleikafélagi Akureyrar. Beðið eftir Ríó Íris var á bakpokaferðalagi með vinkonu sinni í Kína þegar Ólympíuleikarnir fóru þar fram árið 2012. Þegar þær áðu á kvöld- in fylgdust þær með leikunum og ákváðu að fara á þá í Brasilíu árið 2016. Tilviljun réð því að Íris rak augun í viðtal við mann sem hafði verið sjálfboðaliði á Ólympíuleikun- um. Hún fór að kanna málið og saman sóttu vinkonurnar um að verða sjálfboða- liðar í Brasilíu. Íris segir langan tíma hafa liðið frá því þær sóttu um að komast í hópinn í desem- ber árið 2014. Umsóknir og ferlið hafi verið tiltölulega einfalt þar fyrir utan. „Ég fékk ekki svar fyrr en í júní árið 2016 um hvað ég ætti að gera og á hvaða velli ég yrði,“ segir Íris. Mikil ásókn er í að verða sjálfboða- liði á Ólympíuleikunum en þær vinkonur- nar voru á meðal 80 þúsund umsækjenda. Gekk með Bolt Þær vinkonurnar komust báðar að sem sjálfboðaliðar. En þegar á hólminn var kom- ið hætti vinkona hennar við. Þær fóru engu að síður saman út. Íris þurfti sjálf að borga flugið út og finna sér þak yfir höfuðið á meðan Ólympíuleik- unum stóð. „Það eina sem sjálfboðaliðar fengu voru frímiði í ferðir til og frá dvalar- stað í Ríó, búningar og uppihald á íþrótta- vellinum. “ Íris vann í 100 manna teymi á frjáls- íþróttavellinum í Ríó í sjö daga frá kl. 16 til miðnættis. Hún sá meðal annars um að leið- beina keppendum á leikvanginum eftir hlaup og þess háttar. „Þetta voru mjög ein- föld störf. Innlendir starfsmenn Ólympíuleik- anna töluðu flestir ekki ensku og því fengu þeir sem kunnu bæði portúgölsku og ensku mikilvægari störf. Það er mjög gott að kunna tungumálið þar sem Ólympíu- leikarnir fara fram,“ segir Íris sem kann ekkert í portúgölsku og fékk því einföld verkefni, sem hún var ánægð með. „Ég gat þess vegna horft á Ólympíuleikana og verið nálægt íþróttamönnunum eins og mig hafði dreymt um. Ég var líka körfuberi. En starfið hefur breyst frá því ég var 12 ára og ekki eins merkilegt og ég hélt,“ segir hún. Einn þeirra sem Íris komst í návígi við var spretthlauparinn Usain Bolt frá Jamaíka. „Hann gekk þarna oft við hliðina á mér. Það var rosalegt þegar hann kom á völlinn,“ segir hún og bætir við að upplifunin hafi verið ótrúleg. „Það var mögnuð tilfinning að upplifa stemninguna á frjálsíþrótta- vellinum þegar heimsmet féllu.“ Í Brasilíu hitti Íris fólk frá ýmsum lönd- um sem hafði unnið lengi sem sjálfboða- liðar á Ólympíuleikum. Sumir unnu þar allan tímann en aðrir skemur eins og hún. Ætlar Íris á Ólympíuleikana í Tókýó 2020? „Ég veit það ekki, er ekki búin að ákveða hvort ég sæki um sem sjálfboðaliði eða fer sem áhorfandi. Þetta er nefnilega tölu- verð vinna.“ · Afi Írisar lék knattspyrnu með Þór á Akureyri á árum áður. Liðinu var boðið út á Ólympíuleikana í London árið 1948 í þrjár vikur. Ferðin hafði mikil áhrif á hann og leiddist honum seint að segja barnabörnum sínum frá ferðinni. · Íris heldur mikið upp á þessa mynd enda fetar hún þar bókstaflega í fótspor Usain Bolt og fleiri íþróttastjarna sem hún fylgdist með og aðstoðaði á frjálsíþróttavellinum. Umsóknarferli Írisar Desember 2014: Sótti um á vef- síðu að vera sjálfboðaliði. Gat valið um að vera á frjálsíþróttavelli eða í fimleikum. Tók ýmis einföld próf, s.s. í tungumálum. Mars 2015: Fékk að vita að hún kæmist áfram. Júní 2015: Viðtal á Skype um sjálfboðaliðastarfið. Nóvember 2015: Samþykkt sem sjálfboðaliði. Febrúar 2016: Komst að sem sjálf- boðaliði á frjálsíþróttavellinum. Júní 2016: Ítarlegar upplýsingar um staðsetningu og vinnuna á Ólympíuleikunum. Sjálfboðaliðinn sem hitti stjörnurnar Æskudraumur Írisar Evu Hauksdóttur varð að veruleika þegar hún fór á Ólympíuleik- ana í Ríó í Brasilíu í sumar. Hún var sjálfboða- liði á leikunum og aðstoðaði þar hetjur í frjálsíþrótta- heiminum. Íris hefur ekki tekið ákvörðun um það hvort hún ætli til Japan árið 2020 en tvö ár tekur að sækja um að verða sjálfboðaliði á Ólympíuleikum.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.