Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.2016, Blaðsíða 10

Skinfaxi - 01.04.2016, Blaðsíða 10
10 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands Þátttaka barna og ungmenna í skipulögðu íþrótta- og tóm- stundastarfi er gott veganesti út í lífið. Niðurstöður árlegrar könnunar rannsóknarmið- stöðvarinnar Rannsóknir og greining benda einmitt til þess að börn og ung- menni, sem stunda íþróttir og reglulega hreyfingu, horfi til jafningja sinna og minni líkur séu á að þau leiðist út í tóbaks- neyslu en þau börn og ungmenni sem eru ekki í skipulögðu íþrótta- og tómstunda- starfi. Niðurstöður miðstöðvarinnar benda jafnframt til að beint orsakasamband sé á milli líkamlegs atgervis, hreyfingar og námsframmistöðu barna og unglinga/ ungmenna. Sveitarfélög hjálpa til Á Íslandi eru 74 sveitarfélög. Langflest þeirra veita styrki, hvatagreiðslur eða nota aðrar útfærslur til að niðurgreiða fyrir skipu- lagt íþrótta- og æskulýðsstarf barna og ungmenna. Sveitarfélög landsins eru hins vegar ekki bundin af lögum til að veita stuðning sem þennan. Útfærsla á stuðn- ingi sveitarfélaga er jafn misjöfn og sveit- arfélögin eru mörg. Engu skiptir hvort sveitarfélögin eru á höfuðborgarsvæðinu eða í dreifðari byggðum landsins. Eftir- tektarvert er að í þéttbýli er beinn fjárstyrk- ur algengara stuðningsform en í dreifbýli. Þá skiptir fjöldi íbúa í sveitarfélögum líka máli en í sumum þeirra eru afar fá börn, eins og í Árneshreppi á Ströndum. Hvað er þinn frístunda- styrkur hár? Misháir styrkir í mislangan tíma Frístundastyrkir eru víðast hvar í kringum 30.000 krónur á ári en getur verið lægri. Eins er hann á sumum stöðum nokkuð hár, upp í 50.000 krónur og meira eins og í Ásahreppi á Suður- landi, Breiðdalshreppi á Austurlandi og víðar. Talið hefur verið til hagsbóta að bjóða upp á hærri styrki en lægri. Hækkun varð sem dæmi ofan á í Reykjavík en borgarstjórn ákvað á fundi sínum snemma í desember 2016 að hækka hann úr 35.000 kr. í 50.000 kr. En upphæðin segir ekki allt. Útfærslan á frístundastyrkjum eða hvatagreiðslum er misjöfn eftir sveitarfélögum og misjafnt hvað börnin eru gömul sem rétt eiga á styrkjum eða niður- greiðslu vegna þátttöku í íþrótta- og tómstundastarfi. Börnin geta verið allt frá fæðingu og upp í 16 til 18 ára. Það getur tekið í buddu foreldra að greiða fyrir þátttöku barna og ungmenna í skipulögðu íþrótta- og æskulýðs- starfi. Flest sveitarfélög landsins létta undir með foreldr- um og styðja við skipulagt starf með ýmsum hætti. Ýmist er veittur beinn fjárstyrkur til einstaklinga/barna og ungmenna í formi frístundastyrks eða hvatagreiðslu eða þá að þátttökugjöld eru niðurgreidd með beinum stuðningi við íþróttafélög.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.