Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.2016, Blaðsíða 30

Skinfaxi - 01.04.2016, Blaðsíða 30
30 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands Smiðjuvellir 32, Akranesi Sími 431 5090 - Fax 431 5091 www.apvest.is Opnunartímar: Virka daga 9–18 Laugardaga 10–14 Sunnudaga 12–14 Útbúum sjúkrakassa fyrir fyrirtæki, heimili og bíla „Hvatningarverðlaunin vöktu mikla athygli og fólk talaði mikið um þau,“ segir Guðríður Aadnegard, formaður HSK. Héraðssambandið Skarphéðinn hlaut hvatningarverðlaun Ungmennafélags Íslands og voru þau afhent á sambands- ráðsfundi UMFÍ sem haldinn var að Laug- um 15. október sl. Guðríður og Engilbert Olgeirsson, framkvæmdastjóri HSK, veittu þeim viðtöku. Öflugt og metnaðarfullt frjálsíþróttastarf Verðlaunin voru veitt fyrir öflugt og metn- aðarfullt frjálsíþróttastarf á vegum frjáls- íþróttaráðs HSK, en ráðið er vettvangur fjórtán aðildarfélaga HSK um sameigin- legt frjálsíþróttastarf og hefur frjálsíþrótta- fólk HSK átt góðu gengi að fagna á mót- um í gegnum tíðina. Frjálsíþróttaráð HSK hefur jafnframt rekið frjálsíþróttaskóla UMFÍ fyrir 11–18 ára börn og ungmenni síðastliðin sjö sumur. Skólinn er vinsæll og uppselt hefur verið í hann síðastliðin tvö sumur. Þetta var í annað sinn sem HSK hlýtur hvatningarverðlaun UMFÍ. Guðríður segir að það hljóta verðlaunin sé mikilvægt og skemmtilegt fyrir þau se eru svo heppin og þeim hleypur kapp í kinn. „Þau sem starfa í frjálsum eru mjög metnaðarfull og leggja mikið á sig. Alltaf þegar félögum er hampað og fjallað um þau þá skilar það sér í auknum áhuga á starfi félagsins,“ segir hún. Hvatning og umfjöllun skila sér í meiri áhuga á íþróttum Guðríður Aadnegard, formaður HSK, Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ, og Engilbert Olgeirsson, framkvæmdastjóri HSK.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.