Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.2016, Blaðsíða 22

Skinfaxi - 01.04.2016, Blaðsíða 22
22 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands „Ég hef aldrei hitt barn eða ungmenni sem hefur ekki skoðanir. En ungt fólk er ekki vant því að vera spurt og því ekki alltaf með svör á reiðum höndum,“ segir Aðal- björn Jóhannsson, formaður Ungmenna- ráðs UMFÍ. Hann er ánægður með umræðu- partý fyrir fólk á aldrinum 18 til 30 ára sem stefnt er á að halda reglulega næstu tvö árin. Áformað var að halda fyrsta umræðu- partýið í nóvember 2016. Því var frestað fram í febrúar 2017. Ástæðan fyrir því að slegið verður upp ungmennapartýi er sú að margir félags- menn innan hreyfingarinnar eru börn og ungt fólk. Rödd þeirra og skoðanir heyrast sjaldan og vill UMFÍ breyta því. Til veislu eru líka boðnir stjórnendur íþrótta- og ung- mennafélaga til að eiga samtal við yngri ungmennafélaga. Aðalbjörn segir umræðupartý UMFÍ til fyrirmyndar enda sé það vettvangur fyrir ungmenni til að þjálfast í því að vera spurð. „Við þurfum ekki að hafa sömu skoðanir heldur finna leið til að koma þeim á fram- færi. Við finnum stuðning hjá UMFÍ og sá stuðningur og hvatning sem við fáum frá UMFÍ er svolítið einstakur. Það er fullt af samtökum og sveitarfélögum sem eru að setja á stofn ungmennaráð. En markmið sumra þeirra er óljóst. Hjá UMFÍ finnum við að ungmenni hafa tilgang og eru þess vegna viljug til að taka þátt í starfi ung- mennaráðs UMFÍ. Það síðasta sem við vilj- um er að þátttaka í ungmennaráði UMFÍ verði leiðinleg,“ segir hann. Frábært á Ungt fólk og lýðræði Seta og vinna í ungmennaráði UMFÍ er sjálf- boðaliðastarf. En hvernig er það, er ekki talað um að erfitt sé að fá sjálfboðaliða til starfa nú til dags? Aðalbjörn telur ástæðuna þá að sumum félagasamtökum hafi gengið treglega að fá sjálfboðaliða til starfa og að þau hafi orðið stór og stofnanavædd. Fólk fái ekki tilfinningu fyrir samvinnu við slík apparöt, sérstaklega ekki ungt fólk. Öðru máli gegni um UMFÍ, sem hafi snemma tekið að virkja ungt fólk innan hreyfingarinnar. Hann nefn- ir sem dæmi ráðstefnurnar Ungt fólk og lýðræði sem haldnar hafa verið á hverju árið síðastliðin sjö ár. Árið 2016 mættu um 100 ungmenni á ráðstefnuna, sem haldin var á Selfossi. „Það var ómetanlegt að sjá jafningja sína sem skipulögðu ráðstefnuna með UMFÍ bregðast við þeirri ábyrgð og trausti sem fylgdi. Tilfinningin fyrir hreyfingunni sjálfri verður persónulegri og dýpri en áður,“ segir Aðalbjörn og bætir við að á ráðstefn- una hafi hist ungmenni sem ekki hafi Aðalbjörn í ungmennaráði UMFÍ: Ungmenni hafa rödd verið virk í afreksíþróttum. „Við erum ekki með neina elítu. Við viljum samtal við alvö- ru fólk. Við þurfum að hlusta á þær raddir sem hafa ekki verið áberandi hingað til. Það rímar einmitt við UMFÍ og leiðarljósið í nýlegri stefnu; UMFÍ er fyrir alla.“ Aðalbjörn Gunnlaugsson (afi Aðalbjörns) ásamt Pálma Gísla- syni, þáverandi formanni UMFÍ. „Hvaða tækifæri hafa ungmenni í félagi þínu?“

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.