Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.2016, Blaðsíða 31

Skinfaxi - 01.04.2016, Blaðsíða 31
 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 31 Það getur verið vandasamt að halda úti góðri vefsíðu. Ef vefsíðan á að gera gagn þarf hún að vera lifandi og uppfærð reglulega. Í haust var forvitnileg grein í danska tímaritinu Udspil um við- hald og vinnu við vefsíður. Þar sagði frá því til hvaða ráða félags- menn í íþróttafélaginu Firehøje IF gripu til árið 2014 til að lífga upp á vefsíðuna og þjónustu við notendur. Ástæðan fyrir inn- gripinu var að formaður félagsins síðustu 26 árin hafði séð um allt. Þegar hann hætti störfum varð vefsíðan óvirk. Til að ráða bragarbót á þessu var settur saman vinnuhópur sem fór yfir vefmálin og lagði fram nokkrar tillögur til úrbóta. Hann fór yfir vefmálin og kom með nokkrar tillögur. Niðurstaðan var þessi: • Settur var saman hópur 21 sjálfboðaliða á öllum aldri. • Reglur voru búnar til fyrir vefsíðuna, svo sem um hvaða stafa- gerð skuli nota, stafastærð, notkun merkja íþróttafélaga og þess háttar. Reglurnar eru aðgengilegar öllum vefstjórum. • Vefstjórar voru skipaðir. Tveir bera ábyrgð á forsíðunni en 1–2 tryggja upplýsingagjöf frá hverri grein fyrir sig. Mikilvægt er að vefstjórar hafi áhuga á efninu sem þeir eiga að sjá um. Þess vegna er besta lausnin að fá einhvern úr fótbolta til að sjá um þá grein en iðkendur í karate til að sjá um þá deild, fimleikafólk sjái um sína deild og svo framvegis. • Hópurinn hittist á þriggja mánaða fresti (ársfjórðungslega). Er vefsíða félagsins góð? Það verður kannski seint sagt um vefsíðu Firehøje IF að hún verðskuldi verðlaun fyrir bestu hönnunina. En vinnuhópar sjálfboðaliða félagsins tryggja að upplýsingagjöfin sé regluleg og áreiðanleg. DGI er stytting fyrir Danmarks Gymnastik- og Idræts- foreninger. DGI eru systursamtök UMFÍ í Danmörku og gefa út tímaritið Udspil, sem kemur út átta sinnum á ári. Góð samvinna og vinskapur er á milli samtakanna og koma margar fyrirmyndir af verkefnum UMFÍ einmitt frá DGI. Í maí 2015 fór stór hópur ungmennafélaga í heimsókn til DGI til þess að kynna sér verkefni og störf þeirra. Í ágúst 2015 kom síðan stjórn DGI í heimsókn til þess að kynna sér og upplifa Unglingalandsmót UMFÍ. DGI heldur stórt og mikið landsmót í Álaborg sumarið 2017. Hvað er DGI?

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.