Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.2016, Blaðsíða 35

Skinfaxi - 01.04.2016, Blaðsíða 35
 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 35 Harpa Kristín Björnsdóttir, 21 árs „Ég vissi ekki hvað mig lang- aði til að gera, ætlaði í háskóla en vissi ekki hvað mig langaði að læra. Ég ákvað því að prófa eitthvað alveg nýtt. Ég er í skíðaáfanga en þarf að velja annað með og valdi spinning og er líka í styrktarþjálfun.“ Er ekki skrýtið að vera í skíða- áfanga í Danmörku? „Jú, það er skrýtið enda engin fjöll hérna. Við gerum styrktar- þjálfun fyrir læri og kvið og förum í skíðaferð til Austur- ríkis.“ Þetta sögðu þau eftir ferðina Sabína Steinunn, landsfulltrúi UMFÍ: „Við erum komin með verk- færi í hendur til að takast á við þær áskoranir sem fylgja stofnun lýð- háskóla UMFÍ.“ Auður Inga, framkvæmdastjóri UMFÍ: „Ég er þess fullviss að lýð- háskóli UMFÍ kemur til með að hafa umtalsverð áhrif á samfélagið og það námsframboð sem stendur íslenskum ungmennum til boða.“ Valdimar, framkvæmdastjóri UMSK: „Ferðin var frábært tækifæri til að meta og kynnast námsskrám skólanna og sjá daglegt líf í skólun- um sjálfum.“ Valur Rafn, sérfræðingur hjá Sam- bandi íslenskra sveitarfélaga: „Þetta var flott tækifæri til að meta ólíkar nálganir og styrkleika hvers skóla fyrir sig.“ Hrönn, stjórnarmaður UMFÍ: „Heimsóknin var mikilvægur hlekk- ur fyrir frekara samstarf um stofnun lýðháskóla.“ Í hópnum, sem kynnti sér danska lýðháskóla, voru: Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ; Björk Óttarsdóttir, sérfræðingur í mennta- og menningar- málaráðuneytinu; Valdimar Gunnarsson, framkvæmdastjóri UMSK; Hrönn Jónsdóttir, stjórnarmaður UMFÍ; Valur Rafn Halldórsson, sérfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Smári Stefánsson, aðjúnkt við Háskóla Íslands, íþrótta- og heilsufræði, og Sabína Steinunn Halldórsdóttir, landsfulltrúi UMFÍ. Skólar með langa sögu Vejle er íþróttalýðháskóli staðsettur á Jótlandi. Skólinn var stofnaður um miðja síðustu öld og á því langa sögu. Skólinn sérhæfir sig í íþróttum og er jafnframt með undirbúningsnám fyrir lögreglu- skóla. Skólinn býður upp á yfir 20 mis- munandi íþróttagreinar á þremur línum, þ.e. boltaíþróttir, fitness og útivist. Skólinn leggur ríka áherslu á gildi hreyfingar og íþrótta fyrir einstaklinginn, félagsmótun, sjálfstraust og félagslíf. Horft er til allra þátta heilsunnar þ.e. líkamlega, andlega og félagslega. Gerlev er íþróttalýðháskóli á Sjálandi. Skólinn var stofnaður 1938 og er hann einn af þeim elstu í Danmörku. Skólinn leggur ríka áherslu á samvinnu og lýð- ræðisleg vinnubrögð. Skólinn býður upp á fjölbreytt svið íþrótta þar sem ávallt er leitast við að ögra einstaklingn- um og fara út fyrir þægindarammann til að þróast og þroskast. Skólinn vinnur með skilning einstaklinga á tilgangi lífsins í gegnum íþróttir og lýðheilsu. Hver nemandi velur sér aðalfög sem eru rauði þráðurinn í námi hans og bland- ar síðan saman við það valfögum allt frá parkour yfir í heimspeki. Námsfram- boð í Gerlev er mjög fjölbreytt. Eru margir Íslendingar í skól- anum? „Við erum átta, öll með danska herbergisfélaga.“ Hver var mesta áskorunin? „Að fara í nýtt umhverfi og læra nýtt tungumál.“ Aron Brink, 21 árs Af hverju Vejle? „Ég fór á háskólakynningu um skólann. Mér fannst það frá- bært og ákvað að skella mér út. Það var risastórt skref að fara að heiman, vera fjarri fjöl- skyldunni, læra nýtt tungu- mál og prófa eitthvað nýtt.“ Íslendingar hafa um áratuga skeið farið í nám við danska lýðháskóla. Fjöldi íslenskra ung- menna var þar þegar fulltrúa á vegum UMFÍ bar að garði. En hvað heitir fólkið og af hverju kaus það að fara í nám í lýðháskóla í Danmörku? Við spurðum þau Hörpu og Aron í Vejle.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.