Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.2016, Blaðsíða 28

Skinfaxi - 01.04.2016, Blaðsíða 28
28 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands H ugmyndin að Unglingalandsmóti UMFÍ kom fyrst fram hjá Ung- mennasambandi Eyjafjarðar (UMSE) árið 1991. Upphafsmaður hug- myndarinnar var Jón Sævar Þórðarson, þáverandi framkvæmdastjóri UMSE. Strax í upphafi kom fram sú hugsun að mótið ætti ekki fyrst og fremst að miðast við toppárangur í einstökum íþróttagrein- um. Blandað yrði saman keppni og kvöld- vökum, skemmtun, útivist og þarna yrði eitthvað fyrir alla. Upphaflega var farið af stað með það að halda mótið þriðja hvert ár en frá árinu 2002 hefur mótið farið fram á hverju ári og alltaf um verslunarmanna- helgina. Allt frá fyrsta móti hefur Unglingalands- mót UMFÍ verið vímulaus íþrótta- og fjöl- skylduhátíð. Mótið er opið öllum á aldrin- um 11–18 ára. Allir geta tekið þátt, óháð hvort viðkomandi sé í einhverju íþrótta- félagi eða ekki. Í ár var mótið haldið í Borgarnesi um verslunarmannahelgina. Mótshaldari var Ungmennasamband Borgarfjarðar (UMSB). Keppendur voru um 1.400 talsins og voru drengir heldur fleiri þátttakendur en stúlkur. „Algerlega frábært að komast á þessi landsmót“ Flestir keppendur komu frá HSK en næst- flestir frá UMSK. Fjölmennustu keppnis- greinarnar voru knattspyrna og frjálsar íþróttir. Hvernig fannst þér mótið? Sú nýjung var gerð eftir mótið í ár að raf- ræn könnun var send til þátttakenda eða forráðamanna þeirra. Tilgangur og mark- mið könnunarinnar voru að heyra álit þátt- takenda á mótshaldinu og afþreyingu, skemmtun og hvernig þeim fannst aðstað- an. Svarhlutfall var um 25%. Svörin voru öll nafnlaus. Flestir svarenda voru ýmist for- eldrar eða aðrir forráðamenn keppenda. 1Alls fannst um 84% svarenda fram- kvæmd greina á Unglingalandsmóti UMFÍ í Borgarnesi mjög góð eða góð. Helstu athugasemdir voru þær að keppni í knattspyrnu og frjálsum íþróttum var í nokkrum tilvikum á sama tíma. Eins komu fram athugasemdir með dómgæslu í körfu- knattleik og knattspyrnu. Í körfunni voru dómarar gagnrýndir fyrir að fylgja ekki 1 Hvernig fannst þér framkvæmd greina sem þú tókst þátt í? Mjög gott Gott Hvorki né Slæmt Mjög slæmt 40,0% 43,8% 14,6% 2 Hvernig upplifðir þú afþreyingu á mótinu? Mjög góð Góð Hvorki né Slæm Mjög slæm Annað 32,9% 50,0% 11,3%

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.