Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.2016, Blaðsíða 37

Skinfaxi - 01.04.2016, Blaðsíða 37
 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 37 Sendiherra Bandaríkjanna leist vel á mótið Robert C. Barber, sendiherra Bandaríkj- anna á Íslandi, var á ferðalagi með vina- hópi í námunda við mótocrosssvæðið á Akranesi laugardaginn 30. júlí þegar keppnin á Unglingalandsmótinu fór þar fram. Hann varð forvitinn og fylgdist með hluta mótorkeppninnar. Guðmundur Sigurbergsson, sem sæti á í varastjórn UMFÍ, hitti Barber á mótssvæðinu. Barber þekkti ekki til Unglingalandsmóts UMFÍ og fræddi Guðmundur hann um það. Leist Barber vel á, að sögn Guðmundar. UMFÍ vinnur þessa dagana að verkefni sem hefur það markmið að auka þátttöku barna og ungmenna af erlendum uppruna í skipulögðu íþrótta- starfi. Fjölmörg félög hafa sýnt því áhuga að koma að verkefninu með UMFÍ. Er félag þitt að vinna að þessum málum? Hefur þú áhuga á að koma að verkefninu? Nánari upplýsingar veitir Ragnheiður Sigurðardóttir, landsfulltrúi UMFÍ. Netfang ragnheidur@umfi.is Hvað er UMFÍ? Ungmennafélag Íslands er samtök ungmennafélaganna á Íslandi, skammstafað UMFÍ. Samtökin voru stofnuð árið 1907. Hlutverk og gildi UMFÍ er Ræktun lýðs og lands. UMFÍ leggur áherslu á að vinna að líkamlegum, andlegum og félagslegum þroska félagsmanna, forvörnum og lýðheilsu ásamt því að kenna þeim að bera virðingu fyrir umhverfi og náttúru landsins. UMFÍ lætur sig varða lýðheilsu almennings og leggur sitt af mörk- um við að búa komandi kynslóðum sem best uppvaxtarskilyrði. UMFÍ er þjónustu- og samræmingaraðili fyrir 29 sambands- aðila og um 340 aðildarfélög þeirra. Félagsmenn eru rúmlega 160 þúsund um allt land. Meirihluti barna- og ungmennastarfs á Íslandi er innan vé- banda UMFÍ. UMFÍ leggur áherslu á fagleg vinnubrögð, jákvæð samskipti og samstarf með sameinaða krafta félagsmanna að leiðarljósi. Veggspjald sem minnir á að koma vel fram og vinna gegn einelti. Hægt er að nálgast eintök í þjónustumiðstöð UMFÍ. Mikilvægt er að öllum börnum og ungmennum líði vel í leik og starfi. Einn liður í því er að stuðla að jákvæðum samskiptum þar sem hver og einn er ábyrgur fyrir orðum sínum og gjörðum. „Þegar kemur að framkomu við aðra er ekkert grátt svæði. Öllum persónulegum séreinkennum, háttum, venjum og siðum ber að sýna virðingu. Koma skal fram við aðra af kurteisi og alúð hvernig sem þeir eru og hvernig sem okkur kann að líka við þá. Barátta gegn eineltishegðun getur aldrei verið bara átak, hún verður að vera viðvarandi hluti af starfseminni, eigi hún að skila sér.“ Þetta eru orð Kolbrúnar Bald- ursdóttur, sálfræðings og höfundar bókar- innar Ekki meir, sem er leiðarvísir í aðgerð- um gegn einelti fyrir starfsfólk skóla, íþrótta- og æskulýðsfélaga, foreldra og börn. Sambandsaðilar UMFÍ geta óskað eftir fræðslu, forvörnum eða úrvinnslu eineltis- mála með því að hafa samband við Þjónustumiðstöð UMFÍ. Á heimasíðu UMFÍ er að finna aðgerðaáætlun Æskulýðsvettvangsins, sem UMFÍ er aðili að, gegn einelti og annarri óæskilegri hegðun. Hægt er að óska eftir eintökum með því að hafa samband í þjónustumiðstöð UMFÍ. Segðu ekki meir við einelti og aldrei aftur Kolbrún Baldursdóttir, sálfræðingur og höfundur bókarinnar Ekki meir. U M FÍ VERKEFNI SEM TENGJAST

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.