Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.2016, Blaðsíða 17

Skinfaxi - 01.04.2016, Blaðsíða 17
 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 17 ekki boðið upp á sundþjálfun þó svo að sveitarfélagið skarti vandaðri og góðri sundlaug. Agnes segir að blessunarlega hafi mörg börn brennandi áhuga á körfu- bolta og stundi hann af miklum eldmóði en þó séu nokkur börn sem finna sig ekki þar og er þá lítið annað hægt að prufa til þess að finna sinn innri íþróttamann. Eins hafi alls ekki allir áhuga á íþróttum en sveitarfélagið reynir að efla ýmislegt tómstundastarf og er það vel sótt. „Ég held að þetta sé ekki einsdæmi. Við þurfum meiri fjölbreytni. En auðvitað eru sveitarfélögin misstöndug og sum það fá- menn að þau geta ekki boðið upp á meira þar sem það kostar sitt að ráða þjálfara,“ segir Agnes og bendir á að nýverið hafi val- möguleikar barna aukist á Grundarfirði. Þar geta börn nú æft fimleika. Ástæðan fyrir því var einfaldlega sú að þjálfari í fim- leikum flutti í bæinn. Nú skutla sumir for- eldrar börnum á Grundarfjörð til að æfa fimleika. Ferðin aðra leiðina tekur um 30 mínútur. Agnes segir enga yfirsýn vera yfir mála- flokinn og vill sjá samræmingu á lands- vísu í stuðningi við íþrótta- og tómstunda- þátttöku barna og ungmenna. Íþróttir og tómstundir séu afar mikilvægur þáttur í lífi barna og unglinga. Það sé réttlætismál að öll börn hafi möguleika á iðkun, óháð því hvar á landinu þau búa. Agnes Helga Sigurðardóttir. Auðvelt að æfa í þéttbýli Agnes Helga ólst upp í Reykjavík og bjó í Grafarvogi. Á yngri árum hennar var Ungmennafélagið Fjölnir að byggja upp starfsemi sína og æfði hún frjálsar íþróttir hjá félaginu. Hún fékk svo áhuga á fimleikum. Ekki var boðið upp á þá hjá Fjölni. „Þá tók ég bara strætó eða var skutlað niður í Ármann,“ segir Agnes og bendir á að börn, sem hafi áhuga á öðru en boðið er upp á í bæjarfélagi þeirra, þurfi að leggja mikið á sig – og foreldrar þeirra líka. Agnes segir að íþróttastarf hvíli mikið á foreldrum barna í sveitar- félögum úti á landi og vinni þeir að íþróttamálum sem sjálfboðaliðar. „Ef forsvarsmenn íþróttafélaga úti á landi hafa of mikið að gera í vinnunni þá getur það komið niður á íþrótta- starfi í sveitarfélaginu,“ segir hún og bendir á að sama máli gegni um þá foreldra sem hafi brennandi áhuga á einni íþróttagrein umfram aðra. Þegar því er að skipta sé hætt við því að fjárframlög til sömu greinar verði meiri en annarra. Það dragi úr möguleikum barna til að stunda fjölbreyttar íþróttir.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.