Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.02.2017, Side 30

Skinfaxi - 01.02.2017, Side 30
30 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands M argt er hægt að gera í Hveragerði þegar keppni er ekki í gangi á Landsmóti UMFÍ 50+. Bærinn er gamall og gróinn og hefur verið þekktur um áratugi sem bær blóma og græn- metisræktunar. Einstakar náttúru- og útivistarperlur Blómabærinn Hveragerði er vinsæll áningar- staður ferðamanna og hefur lengi verið. Þar má finna einstakar náttúru- og útivistarperl- ur sem laða að sér gesti. Tvær hátíðir hafa verið haldnar að sumar- lagi í bænum og kemur ekki á óvart að þar koma blóm við sögu. Annars vegar er það garðyrkju- og blómasýningin Blóm í bæ í lok MARGT AÐ SKOÐA Í HVERAGERÐI júní og hins vegar er bæjarhátíðin, Blómstr- andi dagar, 17.–20. ágúst. Báðar hátíðirnar hafa verið vel sóttar. Sjóða egg í hver og áhugaverðar sýningar Ferðamenn hafa úr ýmsu að velja þegar þeir staldra við í bænum. Fjöldi fólks leggur leið sína í verslunarmiðstöðina Sunnumörk til að skoða sýninguna Skjálftinn 2008, en þar er hægt að fræðast um Suðurlandsskjálftann og afleiðingar hans. Margir gestir heimsækja Hveragarðinn sem er í hjarta bæjarins, sjóða egg í hver og bragða á hverabökuðu rúgbrauði en mörg- um þykir það mikil upplifun. Gaman er að líta inn í Listasafn Árnesinga sem er framsæk- ið listasafn er setur árlega upp fjölda metn- aðarfullra sýninga. Einnig eru sýningar í bóka- safni bæjarins í Sunnumörk. Fjölbreyttir göngustígar Mikið er lagt upp úr gerð göngustíga og kunna bæði heimamenn og gestir þeirra vel að meta þá. Skemmtilegur göngustígur ligg- ur frá Reykjafossi upp með Varmá. Einnig liggur heilsustígur með æfingatækjum frá Sundlauginni í Laugaskarði með fram Reykja- fjalli. Söguskilti eru víða um bæinn og geta ferðalangar kynnt sér sögu bæjarins og staldrað við á áhugaverðum stöðum. Heilsusamleg sundlaug Sundlaugin í Laugaskarði laðar að sér fjölda baðgesta og síðan eru víða volgar laugar og litrík hverasvæði í Reykjadal sem áhugafólk um útivist ætti ekki að láta fram hjá sér fara á ferð sinni um Hveragerði. Sundlaugin í Laugaskarði er sælureitur á sólskinsdögum og hefur þrekbrautin mikið aðdráttarafl. Blómaregnhlíf, skreyting á Blóm í bæ, en bærinn er blómum skrýddur allt sumarið. Mannlíf á Fossflötinni á Blómstrandi dögum.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.