Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.02.2017, Side 36

Skinfaxi - 01.02.2017, Side 36
36 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands Sigríður Hjálmarsdóttir er boðberi hreyfingar í Grundarfirði. Hún segir bæjarbúa verða meðvitaðri um gildi hreyfingar með hverju árinu sem líður og að upplagt sé að nýta vikuna til að kynna alla þá möguleika sem bjóðast í hreyfingu. „Hreyfivikan var rosalega skemmtileg,“ segir Sigríður Hjálmarsdóttir. Hún hefur verið boð- beri hreyfingar í Hreyfiviku UMFÍ í Grundar- firði síðan hún flutti í bæinn fyrir þremur árum. Hún skráði 20 viðburði í bænum fyrir alla aldurshópa. Þetta var álíka mikill fjöldi og margir stóðu fyrir víða um land. Sumir við- burðirnir féllu reyndar niður sökum veðurs en aðra var hægt að flytja inn í hús. Á meðal þeirra voru hjólaferð og útileikir. Sigríður segir þátttökuna hafa verið góða. Í Grundarfirði búi 900 manns og hafi margir tekið þátt og margir stýrt viðburðum þótt ekki hafi þeir endilega verið margir í hverjum viðburði. „Bæjarbúar verða meðvitaðri um gildi hreyfingar með hverju árinu og eldri borgarar eru sérstaklega duglegir. En það get- ur verið af því að Elsa Árnadóttir, sem skipu- leggur viðburði fyrir þann aldurshóp, er ein- stök og alltaf til í að vera með. Ástæðan fyrir því að við getum boðið upp á svona marga viðburði er sú að í bænum býr fólk sem vill leggja mikið á sig og taka þátt í svona skemmtilegu verkefni,“ segir hún en bætir við að reynt hafi verið að hafa flesta viðburð- ina fyrri part vikunnar fyrir skólaslit í grunn- skólanum auk þess sem margir voru uppteknir við fermingar sunnudaginn 4. júní og því gert ráð fyrir færri þátttakendum. HREYFIVIKA UMFÍ: FRÁBÆRT TÆKIFÆRI TIL AÐ FINNA UPPÁHALDSHREYFINGUNA Magnús sýnir ungum golfara fyrstu handtökin á vellinum. Sigríður tók þátt í mörgum viðburðanna sem boðið var upp á í Grundarfirði. Á meðal þeirra var þriggja klukkustunda ganga í góðu veðri undir leiðsögn farar- stjóra frá Ferðafélagi Snæ- fellsness að Hrafnafossi í Kolgrafarfirði laugardaginn 3. júní. Fimm fóru í gönguna. „Ég vonaðist eftir fleirum, en svona er þetta bara,“ segir hún. Á meðal viðburðanna í Grundarfirði var kynn- ing á golfi fyrir börn og unglinga. Golfklúbb- urinn Vestarr stóð fyrir kynningunni undir handleiðslu PGA-golfkennarans Magnúsar Birgissonar. Golfklúbburinn á útbúnað fyrir byrjendur og setti Magnús græjurnar upp á skólalóðinni í Grundarfirði. „Þetta var frábær vettvangur fyrir kennsluna og mætingin rosalega góð,“ segir Sigríður og bætir við að áhugafólk um frisbígolf hafi líka nýtt tækifærið í Hreyfiviku UMFÍ til að kynna sitt sport fyrir íbúum bæjarins. Sigríður segir Hreyfiviku UMFÍ kjörið tæki- færi til að hvetja fólk til þess að hreyfa sig og vikan sé einmitt fyrir þau sem séu tvístígandi og viti ekki hvað þau langi til að gera. „Ef þú vilt fara að hreyfa þig en veist ekki hver uppá- haldshreyfingin þín er þá er þetta kjörið tæki- færi til að finna hana,“ segir Sigríður. PGA-kennari kynnti golf

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.