Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.2017, Page 40

Skinfaxi - 01.02.2017, Page 40
40 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands UMFÍ hefur gert samning við fyrirtækið Greiðslumiðlun um notkun á vefgreiðslu- og skráningarkerfinu Nóra. Búist er við því að kerfið einfaldi mótahald UMFÍ. Í samningn- um felst að allir sambandsaðilar UMFÍ geta fengið aðgang að kerf- inuog notað það í daglegum rekstri og fyrir viðburði tengdum félögunum. Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) og Greiðslumiðlun hafa gert samning til fimm ára um afnotarétt af skráningarkerfi fyrir lands- mót UMFÍ og leyfi aðildarfélaga UMFÍ til að nota skráningarkerfið Nóra. Samningurinn gerir UMFÍ kleift að skrá allt móta- og við- burðahald í framtíðinni auk þess sem sambandsaðilar UMFÍ geta fengið aðgang að kerfinu fyrir rekstur sinn. Samkvæmt samningn- um mun Greiðslumiðlun, móðurfélag Nóra, hanna og skrifa skrán- ingarkerfi fyrir landsmót UMFÍ og önnur mót og viðburði UMFÍ sem byggja á tengdum kerfum. Stefnt er á að nota kerfið í fyrsta sinn á Landsmóti UMFÍ 50+ í Hveragerði. Margir þekkja greiðslumiðlunarkerfi Nóra en mörg ungmenna- og íþróttafélög nota það ásamt skólum, sveitarfélögum og félaga- samtökum. Kerfið auðveldar utanumhald um uppsetningu móta og viðburða, skráningu þátttakenda á mót og aðra viðburði, greiðsl- ur, uppgjör og býður upp á marga aðra möguleika. Stjórnendur félaga þekkja kerfið líka en yfir 130 íþróttafélög nota það. Það sem af er þessu ári eru notendur kerfisins yfir 60.000 talsins. UMFÍ notar greiðslu- miðlunar- kerfið Nóra Forsvarsmenn UMFÍ og Greiðslumiðlunar þegar samningur var undirritaður um afnotaréttinn í byrjun sumars. Velja hvaða félag er keppt fyrir, svara val- spurningum um nafn liðs og kennitölur, annar keppandi í grein, velja greiðslumáta, samþykkja skilmála og smella á „Áfram“. Skráningu er ekki lokið fyrr en búið að smella á „skrá greiðslu“ og efst á síðu „yfirlit“ er komið. Síðan kemur „kvittun send á netfang“, þetta á við hvort heldur greiðsla er ákveðin upphæð eða 0 krónur. Smella á „Skrá inn“. Hægt að nota Íslykill eða Rafræn skilríki Samþykkja skilmála og smella á „Áfram“. Fylla út netföng og símanúmer, þetta er not- að til að senda tilkynningar um skráningar og breytingar. Einnig fá þátttakendur aðgang að „appi“, snjallforriti í síma þeirra sem nýtast fyrir upp- lýsingar um greinar og mótstjórar geta sent skilaboð á þátttakendur. Smella á „Skráning í boði“ – þá kemur listi yfir hvaða greinar eru í boði miðað við kyn og aldur. Velja grein. Hvernig á að nota Nóra? Hér eru leiðbeiningar:

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.