Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.03.2017, Page 20

Skinfaxi - 01.03.2017, Page 20
20 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands Nýjar greinar kynntar á landsmóti DGI L andsmót DGI fór fram í Álaborg í Danmörku dagana 29. júní til 2. júlí sl. Mótið hefur verið haldið víða um Danmörku í 155 ár. Í fyrstu var það haldið með óreglulegu millibili en frá árinu 1981 hefur mótið verið haldið á fjögurra ára fresti. Á landsmótinu í Álaborg voru rúmlega 25.000 þátttakendur og kepptu þeir í 25 fjölbreyttum greinum. Þetta var fjölmennasta mót DGI í 19 ár eða síðan árið 1998. Fjöldi nýrra greina var kynntur til sögunnar á mótinu, þar á meðal Qi Gong, Aqua Yolates (blanda af jóga og pilates), badminton á vatni, götuleikfimi og panna-fótbolti, sem gestir og þátttakendur á Unglingalandsmóti UMFÍ í Borgar- nesi 2016 fengu að kynnast. Einnig var keppt í krolfi (krikket og golf) auk þess sem EM í götufótbolta fór fram á mótinu. Landsmót DGI var sett við hátíðlega athöfn niðri við höfnina í Álaborg fimmtudaginn 29. júní. Viðstödd voru Margrét Þórhildur Danadrottning og Lars Lökke Christensen, forsætisráðherra Danmerkur. Horfðu þau ásamt um hundrað þúsund áhorfendum, sem viðstaddir voru mótið, á stórkostlegt sjónarspil þrátt fyrir rigningu. Daginn eftir fór fram sýning 6.700 14–18 ára nemenda við danska heimavistarskóla (d. efterskoleholdet) á leikvanginum í Álaborg.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.