Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.01.2018, Page 10

Skinfaxi - 01.01.2018, Page 10
10 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands Sprettur sporlangi fylgir ætíð iðkendum UÍA á Unglingalandsmótum og vekur gjarnan mikla lukku. Það sama gildir því miður um Sprett sporlanga og önnur hreindýr, hann sér ekki vel fram fyrir trýnið á sér og því þarf að leiða hann á íþróttavellinum. S íðasta lukkudýrið, sem Jóhannes Waage gerði, var Sprettur sporlangi, lukkudýr UÍA. Sprettur er hreindýr, aðalsmerki Austurlands. Hann var kynntur til sögunnar árið 2011. Gunnar Gunnarsson, formaður UÍA, segir Sprett nýttan sem kynningarfulltrúa UÍA. Á vefsíðu UÍA megi sjá myndbönd af honum kynna sér ýmsar greinar sem UÍA býður upp á. „Árið 2011 var margt í gangi hjá okkur. Við héldum Unglingalandsmót UMFÍ og áttum líka 70 ára afmæli. Við veltum því mikið fyrir okkur hvað við gætum gert í tilefni alls þessa. Ein þeirra var að taka hreindýr í fóstur. Við Sprettur sporlangi vekur lukku ákváðum að fara þá leið, höfðum samband við Jóhann Waage og pöntuðum hreindýr. Ferlið allt tók nokkra mánuði. Jóhann teikn- aði Sprett og búningurinn var saumaður á saumastofunni Saumsprettunni í Reykjavík,“ segir Gunnar og bætir við að Sprettur mæti á marga viðburði UÍA, til dæmis frjálsíþrótta- mót 10 ára og yngri, fylgi iðkendum á Ungl- ingalandsmót og svo má lengi telja. „Sprettur kemur aðeins fram á viðburðum sem tengjast íþrótta- og ungmennastarfi og vekur mikla lukku, sérstaklega hjá yngri iðk- endum. Þar á milli er hann uppi á heiði á beit,“ segir Gunnar og bendir á að hugsað sé um Sprett eins og lifandi dýr. Liður í því hafi verið að fara í Umhverfisstofnun sumarið 2011 og undirrita griðasamning sem felur í sér að bannað er að skjóta Sprett þegar Ungl- ingalandsmót er í gangi. Mótið er alltaf hald- ið um verslunarmannahelgina og það er oft sem veiðitímabilið stendur yfir um svipað leyti. Gunnar segir helsta gallann við Sprett þann að búningurinn er ekkert sérlega þægilegur. Mjög heitt er innan í honum auk þess sem þeir sem eru í honum glími við sama vanda- mál og alvöruhreindýr, þ.e.a.s. sá sem klæð- ist búningnum sér lítið og illa fram fyrir sig. LU K K U D Ý R

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.