Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.01.2018, Page 25

Skinfaxi - 01.01.2018, Page 25
 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 25 Dæmi um svör Hefur þú orðið vitni að kynferðislegri áreitni í hreyfingunni? - Á æfingu, í leik, af þjálfara – klappandi ungum meistara- flokksleikmönnum á rassinn. - Allir að rassskella mig á æfingu. - Í utanlandsferð 2006. Er að þínu viti til áætlun um viðbrögð við einelti og kynferðislegri áreitni í félagi þínu? - Já, það var til áætlun en enginn kann að fara eftir henni. Það verða allir fyrir svo miklu áfalli að þeir fara að réttlæta allt fyrir sjálfum sér og draga úr því sem brotaþoli er að segja. - Við fellum okkur undir áætlanir UMFÍ og Æskulýðsvett- vangsins. Ef upp kæmi slíkt mál yrði strax leitað þangað. - Sérstakar siðareglur eru til staðar og handbækur fyrir hverja deild þar sem fyrirbyggjandi aðgerðum og viðbrögðum er lýst. Hefur þú unnið að máli í tengslum við kynbundið áreiti, kynferðisbrot eða annað ofbeldi í starfi þínu? - Þjálfari var í persónulegu sambandi við iðkendur í gegnum skilaboð á Facebook. Hann sagði óviðeigandi hluti þar og oft á æfingum. - Andlegt ofbeldi í garð barna af hálfu þjálfara. - Tilkynning um brot þjálfara áður en hann starfaði hjá félag- inu. Málið unnið í samstarfi við viðkomandi deild, félags- þjónustu sveitarfélagsins. Niðurstaðan var að ekki væri hægt að bregðast við opinberlega þar sem engin kæra hafði verið lögð fram. Þjálfari var ekki endurráðinn. S tjórnendur innan ungmennafélags- hreyfingarinnar samþykktu á sam- bandsráðsfundi 13. janúar 2018 ályktun um að bregðast við og leggja sitt af mörkum í baráttunni gegn hvers kyns ofbeldi innan hreyfingarinnar. Í framhaldi af því var staðan könnuð innan ungmenna- félagshreyfingarinnar. Hefur þú orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða orðið vitni að slíku? Kynferðisbrot líðast ekki innan UMFÍ. Allar tilkynningar um kynferðisbrot skal taka alvarlega og er óheimilt að afgreiða ætluð kynferðisbrot innan sambandsaðila og aðildarfélaga. Sambandsaðilar geta haft samband við þjónustumiðstöð UMFÍ sé frekari upplýsinga óskað. Félög innan UMFÍ geta jafnframt veitt heimild til upplýsingaöflunar um þjálfara og starfsfólk viðkomandi aðildarfélaga úr sakaskrá ríkisins. Karlar 55,9% Konur 44,1% Yngri en 25 ára 26–34 ára 56 ára og eldri 35–44 ára 45–55 ára Aldur þeirra sem tóku þátt í könnuninni: 31,4% 20,1%21,4% 20,5% 6,6% SV-land Austurland Suðurland Norðurland Í hvaða landshluta starfar þú? 43,7% 30,6% 10,0% 3,1%4,4% Vil ekki svara Vesturland 5,7% Vestfirðir 2,6% Hefur þú orðið fyrir kynferðislegri áreitni í hreyfingunni? Hefur þú orðið vitni að kynferðislegri áreitni í hreyfingunni? Þeir sem tóku þátt í könnuninni: Já 6 Nei 219 Já 17 Nei 202

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.