Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.01.2018, Page 30

Skinfaxi - 01.01.2018, Page 30
30 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands Æskulýðsvettvangurinn hefur gefið út viðbragðsáætlun fyrir þau félagasamtök sem mynda hann og aðildarfélög þeirra. Þar er að finna verkferla sem fylgja skal þegar upp koma atvik eða áföll sem kunna að hafa áhrif á starf félags. Við spurðum Semu Erlu Serdar, framkvæmdastýru Æskulýðsvett- vangsins, nokkurra spurninga um viðbragðsáætlunina. Hvenær á að nota viðbragðsáætlunina? „Verkferlarnir eru einfaldir og eiga við í öllum tilvikum, óháð því hvaða ábyrgðaraðila og atvik er um að ræða. Dæmi um atvik, sem viðbragðsáætlunin nær til, eru agabrot, ávana- og vímuefnanotkun, einelti, kynferð- isbrot, alvarleg veikindi, áföll, slys og andlát. Það eru ýmis atvik sem upp kunna að koma í íþrótta- og/eða æskulýðsstarfi og bregðast þarf við. Erfitt er að gera þeim öllum skil en mikilvægt að hafa ákveðnar grunnreglur til að fylgja.“ Viðbragðsáætlun fyrir alla iðkendur í íþrótta- og æskulýðsstarfi Fyrir hverja er viðbragðsáætlunin? „Viðbragðsáætlunin tekur til allra þeirra sem starfa á vegum Æskulýðsvettvangsins og þeirra félagasamtaka sem mynda saman Æskulýðsvettvanginn, þ.e. Bandalag íslenskra skáta, KFUM og KFUK á Íslandi, Slysavarna- félagið Landsbjörg og Ungmennafélag Íslands. Hún nær til aðildarfélaga þeirra, allra iðkenda í íþrótta- og æskulýðsstarfi þeirra, stjórnenda, yfirmanna, starfsmanna, sjálf- boðaliða og annarra ábyrgðaraðila innan félaganna.“ Hvað var erfiðast við að búa hana til? „Við lögðum mikla vinnu og mikinn tíma í að vinna viðbragðsáætlunina til þess að hafa hana sem allra besta og fengum fjölda fag- aðila til þess að vinna hana með okkur. Ég myndi gjarnan vilja nýta tækifærið og þakka þeim fyrir framlag þeirra til verksins. Það sem var kannski erfiðast við vinnuna var að ákveða hvar ætti að nema staðar því að það eru auðvitað alls konar hlutir sem geta komið upp í félagsstarfi með börnum og ungmennum og því hefði áætlunin örugg- lega getað orðið miklu lengri. Við erum þó afar sátt við niðurstöðuna og teljum okkur hafa tekist að fjalla vel um þá hluti sem mikilvægt er að vita hvernig bregðast á við þegar þeir koma upp í starfinu. Um er að ræða tímamótaplagg.“ Hvar er hægt að nálgast viðbragðs- áætlunina? „Viðbragðsáætlunin er aðgengileg á vef- svæði Æskulýðsvettvangsins, www.aev.is. Það er einnig hægt að nálgast prentaða útgáfu af henni með því að hafa samband við skrifstofu Æskulýðsvettvangsins.“ Hvað hafa margir setið námskeiðið Verndum þau á vegum Æskulýðsvett- vangsins? „Æskulýðsvettvangurinn hefur boðið upp á Verndum þau-námskeið fyrir þau félaga- samtök sem saman mynda Æskulýðsvett- vanginn og aðildarfélög þeirra frá árinu 2010. Námskeiðið er einnig aðgengilegt fyrir aðra sem starfa með börnum og ungmenn- um í gegnum Æskulýðsvettvanginn. Það er mikilvægt fyrir alla þá sem starfa með börn- um og ungmennum að vera meðvitaðir um skyldur sínar og ábyrgð, að geta lesið í vísbendingar um að vanræksla eða ofbeldi, hvort sem það er andlegt, líkamlegt eða kynferðislegt, eigi sér stað og vita hvernig bregðast á við ef slík mál skjóta upp kollin- um. Frá árinu 2010 hafa hátt í 3000 einstakl- ingar setið námskeiðið á vegum okkar.“ Hvað margir sátu það á síðasta ári? „Á síðasta ári sátu um 350 einstaklingar Verndum þau-námskeið á vegum Æskulýðs- vettvangsins. Nú þegar hafa verið skipulögð nokkur námskeið á árinu 2018. Því fleiri sem sitja námskeiðið, því auðveldara er að stuðla að heilbrigðum, uppbyggjandi og vönduð- um aðstæðum í æskulýðsstarfi.“ Þú getur nálgast eintak af viðbragðs- áætluninni á: www.aev.is

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.