Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.01.2018, Page 31

Skinfaxi - 01.01.2018, Page 31
 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 31 Stjórn NSU – samtaka ungmenna- félaga á Norðurlöndunum – fundaði á Íslandi í byrjun árs. Formaður samtakanna segir mikil- vægt að halda út af örkinni annað slagið og tengjast betur aðildar- félögunum sem mynda NSU. „Það er langt síðan við í stjórninni komum síðast til Íslands. Við viljum heyra í ykkur, halda samræðunni virkri og heyra hvað þið hafið að segja um NSU og samstarfið. En svo lang- aði okkur til að hitta stjórn UMFÍ og átta okk- ur á hvernig við getum unnið með UMFÍ að því að móta leiðtoga framtíðarinnar,“ segir Rene M. Lauritsen, formaður samtaka ung- mennafélaga á Norðurlöndunum (Nordisk samorganisation for ungdomsarbejde, skammstafað NSU). Rene og stjórn NSU hafa verið á flakki um Norðurlöndin upp á síðkast- ið í því skyni að efla samstarf ungmenna- og æskulýðsfélaga þjóðanna sem eiga aðild eiga að félaginu. Þau funduðu í þjónustumið- stöð UMFÍ í janúar sl. Rene segir NSU hafa gengið í gegnum mikla uppstokkun frá því síðla árs 2015. Hætt hafi verið við ýmis verkefni sem tengdust NSU áður fyrr og fækkað verulega í stjórn. Vonast er til þess, eins og Rene lýsir því, að starfsemi NSU verði skilvirkari og stjórnin öfl- ugri. Hann tekur sem dæmi að áður fyrr hafi sextán manns setið í stjórninni. Þeir séu nú aðeins fimm. Formaður NSU vill efla sambandið við Ísland „Ástæðan fyrir þessum breytingum var sú að NSU voru orðin að litlum spjallhópi fólks sem þekktist innbyrðis. Við vildum breyta NSU og gera samtökin leiðandi í því að móta ungt fólk sem leiðtoga framtíðarinnar. Þótt liðin séu þrjú ár frá því að þetta gerðist tel ég breytingunum ekki lokið. Auðvitað gerum við okkur grein fyrir því að svona viðamiklar breytingar taka tíma,“ segir Rene. Á meðal breytinganna er að efla samstarfið við félög meðal aðildarþjóðanna. „Ég vona að með því að fara út á akurinn og hafa samband við aðra getum við virkjað fólk og unnið betur saman að verkefnum þeim sem NSU er með í gangi.“ Dansað við Jörgen NSU eru samtök 14 ungmenna- félaga á Norðurlöndunum. Félagsmenn eru um sex hundruð þúsund. Á þessum vettvangi er unnið mikið af sameiginlegum verkefnum norrænna ungmenna- og æskulýðsfélaga, svo sem ungmennaskipti, ungmennavikur og markmiðsráðstefnur, þar á meðal um loftslagsmál, og ungbændaráðstefnur. UMFÍ hefur tekið virkan þátt í starfi NSU í gegnum tíðina og á nú einn full- trúa í stjórn NSU. Sá er Jörgen Nilsson, frístundaleiðbeinandi í Ungmenna- og tómstundabúðum UMFÍ á Laugum í Sælingsdal. „Hann kann að létta okkur lundina og gera langa og leiðinlega fundi að skemmtilegum viðburðum. Honum hefur líka einu sinni tekist að fá mig til að dansa. Það tekst fáum,” segir Rene Lauritsen, formaður NSU.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.