Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.01.2018, Qupperneq 32

Skinfaxi - 01.01.2018, Qupperneq 32
32 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands Áætlað er að ný persónuverndarlög- gjöf taki gildi hér á landi 25. maí nk. þegar ný reglugerð Evrópusambands- ins um persónuvernd leysir af hólmi núgildandi Evrópulöggjöf. Öll fyrirtæki, stofnanir og aðrir sem vinna með persónu- upplýsingar einstaklinga verða að fylgja lög- gjöfinni. Þetta eru umfangsmestu breytingar í persónuvernd á síðastliðnum tuttugu árum og eru þær sagðar marka tímamót í sögu persónuverndarlöggjafar í Evrópu. Fyrirtæki og stofnanir hafa undirbúið sig fyrir innleið- ingu laganna í allt að tvö ár. Á meðal þeirra sem nýju persónuverndar- lögin ná til eru íþrótta- og ungmennafélög á Íslandi. Hver er staðan, eru félögin undirbúin fyrir nýju persónuverndarlögin? Stjórnendur þurfa að búa sig undir ný persónuverndarlög Lögfræðingur hjá Greiðslumiðlun segir fyrirtæki og stofnanir hafa undirbúið sig lengi. Hann mælir með að forsvarsmenn íþrótta- og ungmennafélaga vinni saman í gegnum sambönd sín þurfi þau aðstoð. „Miðað við hvað atvinnulífið hefur þurft að leggja á sig fyrir lagasetninguna hef ég ekki trú á að íþróttafélögin hafi það bolmagn sem þarf til að gera það. Við vitum hvernig rekst- urinn er hjá flestum. Það er mikið að gera og eðlilega mætir undirbúningur fyrir nýja lög- gjöf afgangi,“ segir Þorsteinn Júlíus Árnason, lögmaður hjá Pacta lögmönnum, sem vinnur meðal annars að þess um málum fyrir Greiðslumiðlun. Hann er jafnframt vara - maður í aðalstjórn Stjörnunnar. Hjá Greiðslu- miðlun, sem á Nóra-kerfið, er eins og hjá öðr- um fjármálafyrir tækjum unnið að því að gera allt klárt áður en nýju persónuverndar- lögin taka gildi. Þorsteinn segir nýju lögin ná til íþrótta- félaga eins og annarra. En öðru máli gegni um þau því að íþrótta- og ungmennafélög séu yfirleitt ekki rekin í hagnaðarskyni og ólíklegt að þau muni selja upplýsingar um iðkendur og viðskiptavini til þriðja aðila með sama hætti og fyrir tæki. Engu að síður er mikið magn upplýsinga um iðk endur mörg ár aftur í tímann varðveitt hjá félögunum og þarf að huga að aðgengi að þeim áður en lögin taka gildi. Hvað er til ráða? „Það er alveg ljóst að íþróttafélögin eiga tölu- vert magn persónuupplýsinga og vinna með þær. Fyrsta skref stjórnenda íþrótta- og ung- mennafélaga á að vera að setjast niður og skoða stöðuna, hvernig staðið sé að söfnun og skjölun persónuupplýsinga um iðkendur og félagsmenn. Svo þarf líka að skoða hvernig unnið sé með persónuupplýsingar innan- húss,“ segir Þorsteinn og bætir við að mjög líklega séu til hjá íþrótta- og ungmennafélög- um persónuupplýsingar, félagaskrá og iðk- endasögu mörg ár aftur í tímann. „Efnislega verða ekki neinar ægilegar breyt- ingar frá því sem verið hefur, þ.e.a.s. hvaða persónuupplýsingar má vinna með. Það sem breytist er utanumhaldið, vistun persónuupp- lýsinga, aðgengi að þeim og að augljóst sé með hvaða persónuupplýsingar er unnið. Réttindi hins skráða aukast töluvert frá því sem áður var.“ Þorsteinn segir það koma sér verulega á óvart ef gefnar verði út sérstakar reglur fyrir íþróttafélögin. Líklegra sé að þau muni sitja við sama borð og aðrir. Af þeim sökum geti svo farið að íþróttafélögin geti fengið sektir gerist þau brotleg við lögin. „Það er skammur tími til stefnu og er ljóst að stjórnendur íþrótta- og ungmennafélaga þurfa að vera meðvitaðir um þessar breyt- ingar,“ segir Þorsteinn Júlíus Árnason. Félögin þurfa að skoða hvaða gögn þau eiga Í nýju persónuverndarlögunum felast afar umfangsmiklar breytingar á réttind- um einstaklinga til að stjórna því hvernig unnið er með persónuupplýsingar sem þá varða. Margvíslegar nýjar kröfur verða lagðar á opinbera aðila og fyrirtæki sem vinna með slík gögn. Fyrirtæki og stofnanir, þar á meðal ung- mennafélög, þurfa að bæta upplýsinga- gjöf og fá upplýst samþykki einstaklinga fyrir allri vinnslu. Þá munu einstaklingar og viðskiptavinir fá ríkari rétt til aðgangs að upplýsingum, rétt til að færa upplýs- ingarnar á milli aðila og fá meiri rétt en áður til að láta eyða upplýsingum um sig. Auk þessa eru gerðar auknar kröfur til þeirra sem vinna persónuupplýsingar til ýmissar skjölunar og skjótra viðbragða ef til öryggisbrests kemur. Til að tryggja eft- irfylgni með lögunum verða eftirlitsaðil- um veittar ríkar sektarheimildir á þá sem fara á svig við lögin. Mikið er því í húfi að tryggja að allt verði lögum samkvæmt. Samkvæmt nýju lögunum verður að ákveða hvenær hver gerir hvað. Það er að segja, öll skjölun þarf að vera rekjanleg. Eins þurfa íþróttafélög að ákveða hvaða starfsmaður megi sjá tilteknar upplýsingar. Þú finnur ítarlegar upplýsingar um nýju persónuverndarlögin á: www.personuvernd Þorsteinn Júlíus Árnason.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.