Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.01.2018, Side 39

Skinfaxi - 01.01.2018, Side 39
 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 39 Ályktun · Ungmennum á Íslandi finnast vegir landsins vera í niður- níðslu. Bæta þarf samgöngur um allt land og veita sveitar- félögum heimildir til að laga vegi sem heyra undir Vegagerð- ina. Þar má nefna Grindavíkurveginn þar sem mörg alvarleg slys og banaslys hafa orðið. Ungt fólk notar samgöngur dag- lega, hvort sem þau eru farþegar eða ökumenn og við viljum öll að þau komist heilu og höldnu til náms eða í vinnu. Samgöngubætur má fjármagna með komugjöldum á erlenda ferðamenn þar sem þeir eru orðnir stór hluti þeirra sem nota vegakerfi landsins. Aðeins þarf lítils háttar komugjald á hvern og einn til að fjármagna endurbætur á vegakerfinu.· Kvíði og þunglyndi hefur aukist mikið í röðum ungmenna á grunnskóla- og framhaldsskólaaldri. Stytting framhalds- skóla úr fjórum árum í þrjú og minni tími nemenda til að sinna félagsstörfum eru að stórum hluta orsakavaldur að mati ung- menna. Festa þarf í lög að sálfræðingar séu starfandi í öllum grunn- og framhaldsskólum á landinu. Einnig vantar betri forvarnir í geðheilbrigðismálum og gætu starfandi skóla- sálfræðingar séð um fræðslu á því sviði.· Þátttakendur í ráðstefnunni ræddu margt um lækkun kosningaaldurs niður í 16 ár í sveitarstjórnarkosningum. Lýðræðisfræðslu og stjórnmálafræðslu þarf að auka í grunn- og framhaldsskólum og nauðsynlegt er að gera heimasíðu Alþingis aðgengilegri og skiljanlegri.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.