Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2019, Síða 39

Skinfaxi - 01.03.2019, Síða 39
 SKINFAXI 39 Sveinn Ægir Birgisson, varaformaður Ungmenna- ráðs UMFÍ, kemur af svæði Héraðssambandsins Skarphéðins (HSK) Af hverju ungmennaráð UMFÍ? „Ungmennaráðið heldur stærstu árlegu ráðstefnuna fyrir ungt fólk hér á landi. Þessi ráðstefna er gríðarlega mikilvæg til að efla ung- mennaráð vítt og dreift yfir landið. Ég vil leggja lóð mitt á vogarskálarnar til að efla ungmenni á Íslandi til að tjá skoðanir sínar á öllum mál- um. Þess vegna er ég í ung- mennaráði UMFÍ.“ Eiður Andri Guðlaugsson kemur af sambandssvæði Íþróttabandalags Akraness (ÍA) Af hverju ungmennaráð UMFÍ? „Ég hef verið í ungmennaráð- inu síðastliðin tvö ár og upplifun- in hefur verið hrein snilld. Verk- efnin eru ekki bara skemmtileg, þau skipta sköpum fyrir sam- félagið og það að rödd ung- menna heyrist sem víðast. Hlut- verk UMFÍ er ræktun lýðs og lands og það væri ekki hægt án allra ungmennaráða Íslands. Ég kaus að vera innan UMFÍ því að það er eins og heimili eða móðir allra ungmennaráða. Mér finnst afar mikilvægt að við sýnum gott fordæmi og styðjum önnur ungmennaráð.“ Fyrir hvaða málefnum ungs fólks brennur þú? „Ég hef alltaf verið afar hrifinn af rótinni og tengslum UMFÍ við íþróttir og hreyfingu. Því hvernig íþróttaviðburðir söfnuðu saman fólkinu og leiddu til þess að bæta samfélagið. UMFÍ heldur þessu enn áfram með mótunum, Ástþór Jón Tryggvason, formaður Ungmennaráðs UMFÍ, kemur af sambands- svæði Ungmennasambands Vestur-Skaftafellssýslu (USVS) Af hverju ungmennaráð UMFÍ? „Ég hef alla tíð tekið þátt í ung- mennafélagshreyfingunni og mig langar til að leggja mitt af mörkum til hreyfingarinnar.“ Fyrir hvaða málefnum ungs fólks brennur þú? „Ég brenn fyrir málefnum og verkefnum UMFÍ, sem eru mál- efni ungs fólks rétt eins og þau eru málefni okkar allra. Ég vill vera málsvari og rödd unga fólksins innan hreyfingarinnar.“ verkefninu Sýnum karakter og mörgu fleiru. Ég var aldrei mikið í pólitík en viðburðurinn okkar, ungmennaráðstefnan Ungt fólk og lýðræði, hefur sýnt mér hversu mikilvægt það er fyrir samfélagið okkar að rödd ungmenna heyrist vel í öllum málum. Ég brenn fyrir rödd allra ungmenna og uppbyggjandi viðburðum sem stuðla að heill lýðs og lands.“ Kolbeinn Þorsteinsson kemur af svæði Íþrótta- bandalags Reykjavíkur (ÍBR) Af hverju ungmennaráð UMFÍ? „Ég gaf kost á mér í ráðið því að ég var að leita að nýjum leiðum til að taka þátt.“ Fyrir hvaða málefnum ungs fólks brennur þú? „Ég brenn fyrir því að gefa ungu fólki kost á því að segja sitt.“ Soffía Meldal Kristjáns- dóttir kemur af svæði Ungmennasambands Dalamanna og Norður- Breiðfirðinga (UDN) Af hverju ungmennaráð UMFÍ? „Elísabet [Ásdís Kristjánsdóttir) kveikti svolítið áhuga minn fyrir ungmennaráðum og ég hef starf- að með ýmsum ungmennaráð- um. Þegar ég sá auglýst eftir umsóknum í ráðið þurfti ég ekki að hugsa mig um tvisvar áður en ég sótti um. Ég vil að allt ungt fólk eigi sömu möguleika og helst vil ég að ungt fólk af Norð- urlandi og Austurlandi sé dug- legra að sækja um. Það er sama hvaðan af landinu þú kemur, þú getur verið í ungmennaráði UMFÍ!“

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.