Úrval - 01.02.1959, Side 6
ÚRVAL
HUGLEIÐINGAR UM EÐLI STJÓRNMÁLASKOÐANA
vera friðsamleg og ryddu þann-
ig úr vegi meginhindruninni fyr-
ir hagnýtum samningum í þágu
friðarins. Hið minnsta sem hægt
væri að komast af með væri
að báðir aðilar hættu að ráðast
á lífsskoðanir hvors annars; því
að slíkar árásir geti aðeins auk-
ið á þá spennu, sem nú ríkir,
og fært þannig nær þær hörm-
ungar sem báðum aðilum ber,
samkvæmt kenningum sínum
um framfarir, að bægja burt.
Krustjoff varð fyrri til að
svara þessu bréfi, en síðan
svaraði Dulles fyrir hönd Eisen-
hovers. Bréf Dullesar gaf
Krustjoff tilefni til að skrifa
annað langt og ítarlegt svar áð-
en en Bertrand Russell sló botn-
inn í bréfaskiptin. Svör þessi eru
harla áhrifamikil hvemig sem
á þau er litið. Djúp einlægni
Dullesar var eins og klettur í
hafi; og sannfæring Krustjoffs
um köllun sína í framvindu lífs-
ins var eins og þungur undir-
straumur í síðara bréfi hans.
Samt varð eftirtekja Russels
heldur rýr. „Báðir,“ sagði hann
í niðurlagsorðum sínum, „við-
urkenndu að kjarnorkustyrjöld
mundi koma í veg fyrir að þeir
næðu tilgangi sínum, en hvor-
ugur dró af því þá ályktun, að
draga yrði úr ágreiningnum
milli þeirra, þar sem sá ágrein-
ingur yki mjög hættuna á kjarn-
orkustyrjöld.“
Það var raunar fjarri því að
þessir bréfavinir Russells gerðu
tilraun til að jafna ágreining
sinn, heldur fundu þeir þjóð-
skipulagi hvors annars allt til
foráttu, jafnframt því sem þeir
töldu sínu eigin skipulagi allt
til gildis. Þjóðskipulag hins var
harðstjórn, sem einungis var
reist á valdi; samsæri sem haf ði
það eitt markmið að koma öllum
heiminum undir fámenna ráða-
klíku; skipulögð hræsni, breið-
andi út goðsögur um sjálft sig,
áróður sem enginn heiðarleg-
ur maður er þekkti staðreynd-
irnar gat trúað. Dulles stóð
bjargfastur á náttúrlegum og
óafsegjanlegum réttindum
mannsins, sem hann trúði ein-
læglega að væri sjálfur kjaminn
í amerisku þjóðskipulagi, en í
kommúnismanum sá hann að-
eins lævíslegt tortímingarvald,
sem ógerlegt væri að komast að
neinu samkomulagi við af því
að handhafar þess væru alger-
lega purkunarlausir. Krustjoff
geystist fram í bjargfastri trú
sinni á framvindu sögunnar,
sem holdgast hefði í þjóðskipu-
lagi kommúnismans, en í þjóð-
skipulagi Vesturlanda sá hann
aðeins ruddalega viðleitni fá-
mennrar einokunarklíku til að
arðræna þjóðir heimsins, klíku
sem aldrei mundi skirrast við
að fara í stríð, ef hún næði
ekki markmiði sínu öðruvísi, og
sem faldi hinn raunverulega til-
gang sinn undir blæju innan-
tóms orðagjálfurs um frelsi,
velmegun og frið.
Hin óviðjafnanlega rökvisi og
sannfæringarkraftur Bertrands
4