Úrval - 01.02.1959, Blaðsíða 8
TJRVALi HUGLEIÐINGAR
eina átt. Sjálfskipaðir „raun-
sæismenn" kunna að líta þessa
viðleitni smáum augum, en þeir
sem betur vita, þ. e. hinir valda-
miklu stjórnmálamenn, sanna
með árangursríkri starfsemi
sinni hið gagnstæða. Hugsið
yður stríðsræður Sir Winstons
Churchill án hinnar endurteknu
skírskotunar til „þessarar ey-
þjóðar“ og annarra svipaðra
hvatningarorða, með þeirri auð-
legð sameiginlegra tilfinninga
og einbeitni sem þau vöktu!
Hver efast um að það hafi ver-
ið hæfileiki Sir Winstons til
þess að slá á slíka strengi í
ræðum sínum, sem léði honum
hið einstæða vald hans, mátt
hans til að hervæða hugi vor
allra og hjörtu á hættutímum?
En jafnvíst er, að stjórnendur
Ameríku hefðu ekki getað náð
tökum á milljónum evrópskra
innflytjenda né stjórnendur
Rússlands á milljónum ólæsra
bænda, og gert úr þeim tvö
heilsteypt iðnaðarþjóðfélög, án
þess að notfæra sér þær mátt-
ugu félagshugmyndir, sem í
óbilgjarnri afstöðu hvor til ann-
arrar ógnar nú tilveru vorri.
Allar slíkar félagshugmyndir
eru í eðli sínu árásargjarnar.
Þær eru það vitsmunatæki sem
einn félagshópur eða hreyfing
notar til þess að efla vilja sinn
og neyða hann upp á aðra. Og
þær þjóna þessum tilgangi með
því að sýna allt í sambandi við
hópinn eða hreyfinguna í hag-
stæðu ljósi. Krustjoff gefur t.
UM EÐLI STJÓRNMÁLASKOÐANA
d. í síðara bréfi sínu fagra mynd
af sambandinu milli Kommún-
istaflokksins og þjóðarinnar, og
af mikilli sannfæringu skýrir
hann atburðina í Ungverja-
landi sem enn einn þátt í ein-
huga og hetjulegri framsókn
þjóðarinnar. Trú hans á hina
marxisku söguskoðun gekk
jafnvel svo langt, að eftir að
hann hafði lýst gereyðingar-
mætti kjarnorkuvopnanna, leit-
aði hann sér halds í þeirri skoð-
un, að ef heimsvaldasinnarnir
hleyptu af stað annarri styrj-
öld, mundi alþýða heimsins
vissulega ekki lengur una við
auðvaldsskipulagið. Rétt eins
og hin þykku bindi af Das
Kapital gætu varið ,,alþýðuna“
fyrir sprengjumætti og geislun
vetnissprengjunnar!
En ef meginhlutverk stjórn-
málakenninga er ekki að hjálpa
oss að skilja og skýra atburði,
líkt og eðlisfræðikenningar, held-
ur að safna í einn farveg hin-
um sundurleitustu félagslegu
tilfinningum og virkja þær til
athafna, þá er auðvelt að sjá
hversvegna hvorugur bréfavina
Russells gat opinberlega beygt
sig fyrir rökum hans; því að ef
þeir hefðu gert það, myndu þeir
með því hafa rifið þann haglega
gerða vef hugsana, sem tengir
þá við samlanda þeirra og bein-
ir athöfnum þeirra í einn far-
veg. Báðir sjá mikilvægi hins
pólitíska lífs síns í Ijósi stjórn-
málakenninga sinna. Þær binda
þá samborgurum þeirra; þeir
6