Úrval - 01.02.1959, Qupperneq 9

Úrval - 01.02.1959, Qupperneq 9
HUGLEIÐINGAR UM EÐLI STJÓRNMÁLASKOÐANA ÚRVAL sækja í þær vald sitt, mátt og tilgang. Því er það að þegar atvikin haga því svo að þessar kenningar lenda í mótsögn við staðreyndir og stjórnmálamenn- irnir neita að horfast í augu við þær, þá er ekki um að kenna ó- skiljanlegum þráa eða heimsku, heldur blátt áfram því, að sem stjórnmálamenn eru þeir ekki frjálsir að því að breyta kenn- ingum sínum, að minnsta kosti ekki eins fljótt og hlutlægur athugandi kynni að óska. En vér lifum öll á sömu plá- netunni og, eins og Eisenhover sagði nýlega, getur hvorugur aðilinn gert sér von um að drottna yfir hinum. En hvernig getum vér þá gert oss von um að rjúfa þessa sjálfheldu kenn- inganna og finna nýjan grund- völl fyrir sameiginlegar aðgerð- ir? Með rökræðum eins og þeim sem Bertrand Russell stofnaði. til, með því að bjóða til skyn- samlegra umræðna á þeirri forsendu, að hinar gömlu kenn- ingar séu dauðar? Ég held það stoði lítt. Stjórnmálakenningar eru aldrei hraktar; þeim er blátt áfram varpað fyrir borð. Þær lifa og dafna á andstöðu, því að hlutverk þeirra er að móta félagslega afstöðu til þess að tefla gegn öðrum, og eins og bréfritarar vorir sýndu ljóslega geta þær gleypt hvaða mótsögn sem er. Því eindregnar sem menn eru minntir á stjórnmála- skoðanir sínar í því augnamiði að fá þá til að breyta þeim, þeim mun fastar standa þeir á þeim. Hér gegnir allt öðru máli um sagnfræðinginn eða vísinda- manninn. Þeir hafa sameinast um meginreglur í leit sinni að sannleikanum, og þessvegna er með rökum hægt að fá þá ofan af skoðun sem þeir hafa mynd- að sér. Þar er bæði rétt og væn- legt til árangurs að setja fram staðreyndir og sýna fram á haldleysi kenninga, en í stjórn- málum, þar sem takmarkið er sigur og hlutverk hugmynda er að efla liðstyrk, enda fræði- legar rökræður í ófrjóum, til- finningaheitum stælum. Hver hefur nokkru sinni hlýtt á rök- ræður um þjóðnýtingu, er leiddu til samkomulags deiluað- ila, jafnvel hér í Englandi, þar sem stjórnmálaumræður eru miklu rólegri en á alþjóðavett- vangi? Augljóst er, að úr því að stjórnmálahugmyndir geta haft þau áhrif á Krustjoff, að hann trúi því að ,,alþýðan“ lifi af vetnissprengjustríð, og Dulles getur af sömu ástæðu talið sér trú um, að Bandaríkin hafi aldr- ei farið með ofbeldi á hendur neinni þjóð, er fráleitt að í- mynda sér að friðsamlegar rök- ræður geti átt sér stað milli þeirra. Allar tilraunir til að koma þeim í kring hljóta ein- ungis að auka á fjandskapinn og knýja báða aðila til þess að hugleiða valdbeitingu, hversu fráleitar sem slíkar hugleiðing- ar eru. En ef rökræður eru verri en gagnslausar, hvað er 7
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.