Úrval - 01.02.1959, Síða 11
I?að virðast óumflýjanleg örlög sumra kvenna
að vera í senn barnfóstrur og maeður eigin-
manna sinna, segir höfundur, því að
sumir menn eru —
Strákar alla ævi
Grein úr „Vi“,
eftir Brita Hiort af Omas.
HUGSAÐU þér bara, Bassi
er búinn að finna sér
stúlku! Ljómandi snotra og
geðuga stúlku, svo að nú er
loksins von til þess að hann
átti sig. Bassi er í rauninni
allra bezti strákur."
Kannast lesandinn við orða-
lagið? Bassi þarf að ná sér í
stúlku, því að Bassi er í raun-
inni gæðapiltur inn við beinið
þó að hann sé dálítið laus í rás-
inni. En það þarf að passa hann.
Og til þess er enginn betri en
góð stúlka!
Eða kannski er Bassi alls
enginn gæðapiltur inn við bein-
ið, hann er kannski ístöðulaus,
eigingjarn og miðlungi gáfaður
eins og kom fram þegar í skóla,
og reynir að bæta upp fátækleg
tengsl sín við annað fólk með
því að sýnast „svalur gæi“. Og
þegar hann kemst í tæri við
réttvísina er líka sagt: „Bassi
þarf góða stúlku til að gera úr
honum mann.“
Og ef Bassi á svo oft vingott
við flöskuna að hann vanrækir
vinnuna, heyrist enn sami söng-
urinn: „Bassi þarf að eignast
góða konu til þess að koma lagi
á hann.“
En hvað um stúlkuna? Verð-
skuldar ekki góð, geðþekk og
snotur stúlka að eignast góðan,
geðþekkan og snotran pilt fyrir
vin ? Á sífellt að líta á hana sem
tæki til þess að gera mann úr
Bassa? Þarf hún að vera barn-
fóstra, móðir og kennari pilts,
sem að árum er fullorðinn en
andlega vanþroska ? Er ekki
Bassi orðinn tuttugu og átta
ára ? Og hvað ber hún úr býtum
við slík kynni eða í slíku hjóna-
bandi? Getur það blessast þeg-
ar til lengdar lætur? Og hvað
veldur því að hún velur sér ekki
maka sem er andlega full-
þroska ?
Það hafa verið skrifaðir
margir hillumetrar af sál-
fræðilegum bókum um ástæð-
una til þess að sumir menn
staðna á vanþroskastigi og haga
sér bamalega og óskynsamlega
þó að þeir séu fullorðnir að ár-
9