Úrval - 01.02.1959, Blaðsíða 12
■ÚRVAL
um. Hér skulum við láta okk-
ur nægja þá staðreynd, að sál-
ar- og tilfinningalíf fjölda
manna nær aldrei fullum
þroska, já og jafnvel að á sálar-
lífi skynsamra og fullþroska
manna eru torráðnar hliðar, sem
dulvituð, óljós öfl stjóma. Hitt
er okkur fullvel ljóst að það
er meira en lítið bogið við það,
að góð stúlka eins og Inga skuli
eiga að gegna því hlutverki að
vera bæði barnfóstra og hjúkr-
unarkona fyrir Bassa. Það get-
ur aldrei verið rétt, að ein
manneskja sé tæki og önnur
markmið. Hin óljósa fórnar-
hugmynd sem liggur að baki
slíkri röksemdafærslu hlýtur að
vera röng.
Eða er okkur þetta ekki full
vel ljóst? Svo virðist stundum
sem það sé álitið eðlilegt að
kona taki að sér móðurhlutverk
í sambúðinni við mann sinn. En
allt um það er Inga ekki neydd
til slíks, svo að það hlýtur að
vera eitthvað í henni sjálfri sem
sækist eftir þessu hlutverki!
Það em til menn, sem eru
knúnir áfram af innri nauð-
til að taka á sig þjáningar og
erfiðleika, segir sænskur sál-
könnuður. Það er hlutverk sem
ávinnur þeim meðaumkun ann-
arra — eða veitir þeim að
minnsta kosti tækifæri til að
vorkenna sjálfum sér — og
þeim er ósjaldan fróun í að
tala um sig sem píslarvotta eða
misskilda snillinga! Á meðan
slíkir menn eru ungir, ístöðu-
STRÁKAR ALLA ÆVI
litlir og drengjalegir skírskota
þeir til meðfæddrar þarfar
ungra stúlkna til að hafa ein-
hvern til að hugga, styðja og
hjálpa, því að einmitt með því
að vera góðar við einhvern og
hjálpa honum styrkist sjálfs-
vitund þeirra og þær vaxa í
eigin augum. Fullvaxta, van-
þroska karlmaður höfðar á
sama hátt til þarfar kvenna til
þess að verða einhverjum að
liði, og þessvegna finnur hann
alltaf nýja mömmu, sem tekur
hann að sér og reynir að létta
honum erfiðleikana í lífinu.
Þetta hlutverk huggara og
verndara getur haft svo sterkt
aðdráttarafl fyrir sumar konur,
að þær lendi æ ofan í æ í kynn-
um við þannig veiklundaða
menn, sem í rauninni eru hrein
sníkjudýr: ofdrykkjumenn,
slæpingjar, deyfilyfjaneytendur,
taugaveiklaðir sjúklingar, sem
ekki vilja vera frískir. Ekki er
fátítt að konur sem skilið hafa
við slíka menn, lendi á svipuð-
um mönnum aftur.
Þær virðast aldrei geta lært
að vara sig á þessum hættulegu
mönnum, því að orsökin til þess
að þær laðast að þeim er innra
með þeim og hún verður aldrei
meðvituð. Stundum blessast
þetta bærilega. Fyrir kemur að
það verður maður úr Bassa eftir
að Inga hefur tekið hann að sér.
Bassi heldur sér í skefjum því
að honum þykir í raun og veru
vænt um Ingu og þörf hans
fyrir hana er sterkari en löng-
10