Úrval - 01.02.1959, Síða 17
RAFEINDATÆKNIN I ÞJÖNUSTU LÆKNAVlSINDANNA
URVAL
við rúmið. Jafnskjótt hringdi
vélin bjöllu til að kalla á hjúkr-
unarkonu, en tók jafnframt til
við að dæla 60 ,,skömmtum“ á
mínútu af 60 volta rafmagni í
rafskautin, sem spennt voru á
brjóst sjúklingsins. Þegar
hjartað varð fyrir þessum raf-
höggum, fór það að slá aftur
og brátt var sláttur þess orð-
inn alveg eðlilegur. Hálfum
mánuði seinna mátti sjúklingur-
inn fara heim, albata.
Þessi vél, sem kalla mætti
sjálfvirkan hjartataktmæli, er
aðeins eitt dæmið um þau furðu-
legu rafeindatæki, sem gegna æ
stærra hlutverki í heimi lækna-
vísindanna með hverju árinu
sem líður.
Læknar hafa lengi vitað, að
hjarta, heili og vöðvar manns-
líkamans senda frá sér rafboð,
sem gefa til kynna ástand
þeirra og starfsemi. Hjartalínu-
ritar, heilaritar og vöðvaritar
eru orðin viðurkennd tæki við
sjúkdómsgreiningu. En raf-
eindavélamar hafa nú verið
teknar í notkun á miklu fleiri
sviðum.
Vísindamenn við Mayo-stofn-
unina hafa nýlega komið fram
með merkilegt öryggistæki til
notkunar við skurðlækningar.
Þetta er í rauninni sjálfvirk
svæfingarvél, sem byggist á
þeirri staðreynd, að heilabylgj-
ur em langtum öruggari mæli-
kvarði í meðvitund mannsins
en ytri einkenni, eins og púls,
blóðþrýstingur og útþennsla
augnanna. Ef heilabylgjurnar
gefa merki um að sjúklingurinn
sé í þann veginn að vakna á
meðan á aðgerð stendur, dælir
vélin í hann meiru svæfingar-
lyfi; ef hann hins vegar sofnar
of fast, snýr hún snerlum og
dregur úr inngjöfinni.
Heilabylgju-vélar koma einn-
ig að notum við að finna æxli
og meiðsli innvortis. Sá er þó
gallinn á, að mjög erfitt er að
treysta á línurit þeirra, ef um
er að ræða vafatilfelli. Nýjar
rannsóknir gefa þó góðar von-
ir um, að úr þessu megi bæta
með því að taka heilabylgjurn-
ar upp á segulband, sem sett
er í rafeinda-reiknivél, er grein-
ir á milli hinna einstöku sjúk-
dómstilfella.
Mörg nýju rafeindatækjanna
eru gerð til að létta starf vís-
indamannanna í rannsóknar-
stofunum og gera ýmsar aðferð-
ir auðveldari í framkvæmd.
Blóðmælirinn er gott dæmi um
það. Hann er í rauninni lokað
sjónvarpskerfi, sem vinnur verk
sitt á fáeinum sekúndum með
því að ,,líta“ sem snöggvast á
blóðsýnishorn og láta svo niður-
stöðurnar berast til reiknivélar,
sem sýnir okkur útkomuna.
Svipaðar vélar eiga ef til vill
eftir að gegna mikilvægu hlut-
verki í krabbameinsrannsókn-
um. Krabbameinsfrumur eru
yfirleitt stærri en venjulegar
frumur, og þennan mun geta
hinir næmu rafkannarar auð-
veldlega fundið. Á þann hátt
15