Úrval - 01.02.1959, Blaðsíða 21

Úrval - 01.02.1959, Blaðsíða 21
MAÐURINN, SEM FANN UPP GÚMMÁLNINGUNA ÚRVAL Samverkamenn hans spurðu hann oft, að hverju hann væri eiginlega að leita. Svarið varð einkunnarorð hans: „Ég get ekki lýst því, en ég þekki það, þegar ég sé það.“ Svo var það dag nokkurn árið 1945, að hann heyrði um til- raunir Þjóðverja með gervi- málningu á stríðsárunum, þar á meðal efni unnið úr mjólkur- safa, sem reynzt hafði allvel. Málning? Gat það verið það, sem hann var að leita að? Fyrstu málningarblöndur Rydens höfðu marga og mikla galla. Þær voru daunillar, stöð- ugt þurfti að hræra í þeim með- an verið var að bera málninguna á, og erfitt var að fá þær til að leggjast jafnt á flötinn. Máln- ingarsérfræðingar töldu dr. Ryden eyða tímanum til ónýtis, og svo virtist sem þeir hefðu mikið til síns máls, því að eng- in lausn var enn fengin, er Ryden veiktist skyndilega af lömunarveiki árið 1949. Fám mánuðum seinna var hann þó farinn að lesa samstarfsmönn- um sínum fyrir, þar sem hann lá máttvana í stállunganu. Það var engin tilviljun, sem leiddi að lokum til sigurs. Ryd- en hafði lengi velt fyrir sér hverju atriðinu á fætur öðru, síkvikur heili hans starfaði eins og reiknivél, og að síðustu fékk hann rétta útkomu: hann ákvað að bæta í málninguna efni, sem líkist hreinsivökvan- um 1 heimilisþvottavélum. (Hver eind þvottavökvans verk- ar eins og smásær segull, þar sem annar endinn dregur að sér fitu og önnur óhreinindi og hinn endinn vatn, þannig að óhreinindin dragast úr tauinu út í vatnið). Hreinsiefnið, sem Ryden notaði í málninguna sína, var þannig úr garði gert, að annar hluti sameindarinnar var næmur fyrir mjólkurgúms- kúlunum, en hinn fyrir vatni. Niðurstaðan varð sú, að eðli- leg tilhneiging vatnsins (sem notar er til að þynna málning- una) til að mynda þunna himnu fremur en þykkan kökk, kom mjólkurgúmseindunum til að gera slíkt hið sama. Og hreinsi- efnið tók líka alla lykt úr máln- ingunni, eins og Ryden hafði vonast eftir. Fyrir tíu árum vissi enginn, að gúmmálning var til, en nú eru framleiddar 240 milljónir lítra af henni árlega. Fjöldi fólks málar sjálft íbúðir sín- ar, því auðvelt er að bera gúmmálninguna á, bæði með bursta og kefli, hún hefur lítið eiturefni inni að halda og þornar venjulega nokkurn veg- inn á hálftíma. Flestar tegund- ir hennar eru nothæfar á ný- lega múrhúðun með gipsi, se- menti og öðrum kalkefnum, án þess að þurfa að grunnmála fyrst, eins og við noktun eldri málningar. Þá má einnig bera gúmmímálninguna yfir aðra ,,slétta“ málningu, svo sem olíu- grunn, og á glerbrennda fleti, 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.