Úrval - 01.02.1959, Page 21
MAÐURINN, SEM FANN UPP GÚMMÁLNINGUNA
ÚRVAL
Samverkamenn hans spurðu
hann oft, að hverju hann væri
eiginlega að leita. Svarið varð
einkunnarorð hans: „Ég get
ekki lýst því, en ég þekki það,
þegar ég sé það.“
Svo var það dag nokkurn árið
1945, að hann heyrði um til-
raunir Þjóðverja með gervi-
málningu á stríðsárunum, þar á
meðal efni unnið úr mjólkur-
safa, sem reynzt hafði allvel.
Málning? Gat það verið það, sem
hann var að leita að?
Fyrstu málningarblöndur
Rydens höfðu marga og mikla
galla. Þær voru daunillar, stöð-
ugt þurfti að hræra í þeim með-
an verið var að bera málninguna
á, og erfitt var að fá þær til að
leggjast jafnt á flötinn. Máln-
ingarsérfræðingar töldu dr.
Ryden eyða tímanum til ónýtis,
og svo virtist sem þeir hefðu
mikið til síns máls, því að eng-
in lausn var enn fengin, er
Ryden veiktist skyndilega af
lömunarveiki árið 1949. Fám
mánuðum seinna var hann þó
farinn að lesa samstarfsmönn-
um sínum fyrir, þar sem hann
lá máttvana í stállunganu.
Það var engin tilviljun, sem
leiddi að lokum til sigurs. Ryd-
en hafði lengi velt fyrir sér
hverju atriðinu á fætur öðru,
síkvikur heili hans starfaði
eins og reiknivél, og að síðustu
fékk hann rétta útkomu: hann
ákvað að bæta í málninguna
efni, sem líkist hreinsivökvan-
um 1 heimilisþvottavélum.
(Hver eind þvottavökvans verk-
ar eins og smásær segull, þar
sem annar endinn dregur að
sér fitu og önnur óhreinindi og
hinn endinn vatn, þannig að
óhreinindin dragast úr tauinu
út í vatnið). Hreinsiefnið, sem
Ryden notaði í málninguna
sína, var þannig úr garði gert,
að annar hluti sameindarinnar
var næmur fyrir mjólkurgúms-
kúlunum, en hinn fyrir vatni.
Niðurstaðan varð sú, að eðli-
leg tilhneiging vatnsins (sem
notar er til að þynna málning-
una) til að mynda þunna himnu
fremur en þykkan kökk, kom
mjólkurgúmseindunum til að
gera slíkt hið sama. Og hreinsi-
efnið tók líka alla lykt úr máln-
ingunni, eins og Ryden hafði
vonast eftir.
Fyrir tíu árum vissi enginn,
að gúmmálning var til, en nú
eru framleiddar 240 milljónir
lítra af henni árlega. Fjöldi
fólks málar sjálft íbúðir sín-
ar, því auðvelt er að bera
gúmmálninguna á, bæði með
bursta og kefli, hún hefur
lítið eiturefni inni að halda og
þornar venjulega nokkurn veg-
inn á hálftíma. Flestar tegund-
ir hennar eru nothæfar á ný-
lega múrhúðun með gipsi, se-
menti og öðrum kalkefnum, án
þess að þurfa að grunnmála
fyrst, eins og við noktun eldri
málningar. Þá má einnig bera
gúmmímálninguna yfir aðra
,,slétta“ málningu, svo sem olíu-
grunn, og á glerbrennda fleti,
19