Úrval - 01.02.1959, Blaðsíða 24
ÚRVAL KVIKMYNDAHÚSIN GETA ORÐIÐ MUSTERI LISTARINNAR
ið þættir í trúarathöfnum.
Einkum á þetta við um leiklist-
ina, dansinn og tónlistina, þrjár
listgreinar sem runnið hafa
saman í kvikmyndalistinni. Ef
til vill sækir kvikmyndalistin
einnig áhrifavald sitt í trúar-
þörf fólksins ? Að minnsta
kosti nota þeir sem skrifa um
kvikmyndir orðalag, sem bend-
ir til að þeir séu þeirrar skoð-
unar. Eitt sinn kallaði Harry
Martinson kvikmyndahúsin
„kapellu þeirra sem óttast líf-
ið.“ ,,I stórborgunum er sunnu-
dagurinn fyrir börnin ekki
lengur kirkjudagur heldur
bíódagur,“ er haft eftir tveim
þýzkum sálfræðingum.
Til þess að glöggva sig á á-
hrifavaldi kvikmyndanna er
nauðsynlegt að líta aftur til
þess tíma þegar þær voru enn
ekki komnar til sögunnar. I
bók sinni ,,I gate og grend“ lýs-
ir norski rithöfundurinn Torolf
Elster daglegu bæjarlífi í Nor-
egi um aldamótin á þessa leið:
,,Það var erfitt fyrir alþýðu
manna að finna sér eitthvað til
gleði og afþreyingar í húsnæðis-
þrengslum og tilbreytingarleysi
hversdagsleikans. Einkum átti
þetta við um einhleypa verka-
menn, sem sjaldan áttu heimili
þar sem þeir gátu unað í tóm-
stundum sínum. En margir f jöl-
skyldufeður flýðu einnig á
knæpuna undan bamaorgi og
kvennanöldri. Ekki voru vinnu-
konurnar, komnar ofan úr sveit,
betur settar. Þær urðu rótlausar
og stóðu utan við fjölskyldulíf-
ið á hinum borgaralegu heimil-
um þar sem þær unnu störf sín.
Inn í þetta gleðisnauða líf bæj-
anna kom skyndilega eitthvað
nýtt og ævintýralegt. Á kvöld-
in mátti sjá fólk streyma til ó-
ósjálegra samkomuhúsa og setj-
ast þar á baklausa trébekki. I
einu horninu situr kona og spil-
ar á píanó, en aftast stendur
maður og snýr sýningarvél.“
Á kyrrlátan hátt gekk kvik-
myndin í fararbroddi fyrir á-
takalausri en gagngerri byltingu
í framkomu og hátterni alþýðu
manna, segir Runa Waldekranz,
sem skrifað hefur sögu kvik-
myndanna. Mikla þýðingu
hafði, að kvikmyndirnar færðu
æskunni nýjar hetjur — til góðs
eða ills — en það voru kvik-
myndastjörnurnar.
I mörgum löndum varð fólks-
straumurinn til kirkju á sunnu-
dögum æ þunnskipaðri. Hann
greindist í tvær aðrar fylking-
ar. Annar hópurinn leitaði á
stjórnmálasamkundur þar sem
bylting var boðuð. Þar fundu
menn trú á framtíðina, harð-
skeytta foringja og nýjar skoð-
anir á vandamálum samfélags-
ins. Tilfinningarnar risu hátt á
þessum fundum. Hinn hópurinn
leitaði í kvikmyndahúsin. Kvik-
myndirnar gáfu sínum hóp
raunar engar nýjar trúarskoð-
anir eða boðuðu þeim byltingar-
kenningar. Þær hafa miklu
frekar verið sakaðar um að
boða rómantískar, íhaldssamar
22