Úrval - 01.02.1959, Síða 25
KVIKMYNDAHÚSIN GETA ORÐIÐ MUSTERI LISTARINNAR ÚRVAL
hugmyndir. En á sama hátt og
stjórnmálahreyfingarnar opn-
uðu kvikmyndirnar fólki sýn til
efnalega betri tilveru. Þær gáfu
því eitthvað til að líta upp til,
til að dýrka. Kvikmynda-
stjörnurnar hafa haft raunveru-
lega valdaaðstöðu og verið dýrk-
aðar eins og goð. Nægir í því
sambandi að minna á Rudolph
Valentino og James Dean.
Ég las nýlega, að borgar-
stjórn Hollywood hefði sam-
þykkt að gera eitthvað til að
auka hið rómantíska aðdrátt-
arafl borgarinnar fyrir ferða-
menn. Það var ekki talið nægi-
legt að fótspor þekktra stjarna
sæist markað í malbikið fyrir
utan Graumans Chinese The-
atre. Ákveðið var að fella inn í
gangstéttirnar tindrandi málm-
stjörnur með einkennum
þekktra kvikmyndaleikara. Nú
eiga menn von á að fá að sjá
í upplýstum glerhylkjum slæðu
(sarong) Dorothy Lamour,
gleraugu Harolds Lloyds, kall-
lúður Cecil B. de Mille, byssu
Johns Waynes og pípu Bings
Crosby. Hlýtur okkur ekki að
koma í hug helgiskrín kaþólsku
kirkjunnar þegar við lesum
þetta ?
1 Sovétríkjunum var eftir
byltinguna heil þjóð sem átti
að ganga inn í nýja tilveru.
Kvikmyndirnar voru notaðar
til að boða hið nýja ríki. Ákaf-
ir kvikmyndaaðdáendur, sem
einnig voru trúaðir kommún-
istar, litu á það sem hlutverk
sitt að boða rússneskri alþýðu
hugsjón byltingarinnar og
kenningar kommúnismans með
hjálp kvikmyndanna. Kvik-
myndahúsið varð kirkja komm-
únismans. Á sama hátt og
helgileikarnir á miðöldum voru
notaðir til að minna fátæka
syndara á baráttuna milli guðs
og djöfulsins notuðu kommún-
istar kvikmyndirnar til að
myndgera baráttuna milli óvina
fólksins í ríki zarsins og þjóð-
hetja byltingarinnar.
I Bandaríkjunum voru kvik-
myndirnar ekki jafnmarkvíst
notaðar til að innprenta áhorf-
endum hugmyndakerfi. En þær
voru mikilvægur þáttur sam-
bræðslunnar í hinni miklu
þjóðadeiglu. Ameríka á einnig
sína goðsögn, drauminn um
frelsi og ótakmörkuð tækifæri,
tákngerð í hinum miklu þjóð-
flutningum vestur á bóginn. Við
vitum, að einmitt kvikmyndir
um villta vestrið hafa verið
uppistaðan í framleiðslu Holly-
wood. Og oft báru þessar mynd-
ir svip af siðaprédikun. Hetjur
hinnar frjálsu víðáttu börðust
hinni góðu baráttu fyrir sigri
réttlætisins. Alveg fram að
síðari heimsstyrjöld var þessi
barátta einungis máluð í svörtu
og hvítu. En eftir að hið rauða
blóð litmyndanna tók að fljóta
eru hetjurnar ekki alveg eins
einfaldar í sniðum. En það er
mjög athyglisvert hve Banda-
ríkjamenn kjósa undarlega oft
að klæða siðaprédikanir í kvik-
23