Úrval - 01.02.1959, Qupperneq 28
tjRVAL KVIKMYNDAHÚSIN GETA ORÐIÐ MUSTERI LISTARINNAR
ekki er borin fram af auglýs-
ingabásúnum Hollywood. Þá
myndu kvikmyndahúsin, jafn-
hliða því að vera afslöppunar-
miðstöð fyrir þreytta stórborg-
arbúa, einnig fá tækifæri til að
gegna nýju hlutverki: að vera
musteri listarinnar, þar sem fá
að njóta sín hinir sérstöku
hæfileikar kvikmyndalistarinn-
ar til að skapa með mætti hinn-
ar lifandi myndar jarðveg fyrir
bræðralag manna og þjóða í
milli!
'k ir 'k
Félagar í baráttu við dauðann
Úr bókinni „Hinter uns steht nur der Herrgott",
eftir Hans Killian.
Kaflinn, sem hér fer á eftir, er úr bók eftir þýzkan skurðlœkni,
Hans Killian. Þetta eru endurminningar frá langri og viðburða-
ríkri lœkniscevi skrifaðar af mikilli hreinskilni, en jafnframt ríkri
samúð, sem áratuga lceknisstarf megnaði ekki að sljóvga. I for-
málsorðum að kaflanum, sem hér birtist, segir hann: „Það er
kannski rómantískur skilningur, en ég hef œtíð litið á sambandið
milli sjiiklings og lœknis sem eins konar félagsskap í baráttunni
við þjáningar og dauða. Þessi skoðun er í mínum augum óleys-
anlega bundin ýmsum siðrænum kröfum, en af þeim er mikilvœg-
ust skilyrðislaus sannsögli af beggja hálfu, gagnkvcemt traust og
tryggð, einnig í mannlegum skilningi.“
ÞVÍLÍK nótt! Það var hljótt
í húsinu. Á lampanum á
skrifborðinu í vinnustofu minni
logaði ljós. Ég var aleinn, og
hugsunin um þá skelfilegu á-
byrgð, sem á mér hvíldi, lá á
mér eins og mara. Snemma
næsta morgun átti ég að gera
skurðaðgerð á ungum manni,
en ég kveið sárt fyrir þessari
aðgerð, því að ég gerði mér
fyllilega ljóst, að þetta hættu-
spil mitt mundi að öllum lík-
indum enda með skelfingu. Það
væri fífldirfska að loka augun-
um fyrir því — og þó — ég
hafði lofað bæði sjúklingnum
og foreldrum hans að fram-
kvæma aðgerðina. En þetta lof-
orð — létti það af mér ábyrgð-
inni á lífi annars manns? Þeg-
ar spurningin var sett þannig
26