Úrval - 01.02.1959, Blaðsíða 29

Úrval - 01.02.1959, Blaðsíða 29
FELAGAR 1 BARÁTTU VIÐ DAUÐANN URVAL fram, hlaut svarið að verða neitandi. En nú sá ég aftur fyrir mér þessa þrenningu — sá tárvot augu hinnar öldnu móður, heyrði föðurinn segja með djúpri röddu: „Þakka yð- ur fyrir — þúsund þakkir, herra prófessor“ — og þó skýr- ast sjúkling minn, hinn unga kennara, sem hafði verið lam- aður í mörg ár. I augum hans las ég takmarkalaust traust, eins og hann tryði blint á mig. Átti ég að bregðast þessu trausti ? En brygðist ég því ekki einnig, ef aðgerðin mis- tækist og sjúklingurinn kannski dæi í höndunum á mér? Þann- ig rak hver spurningin aðra — en engin svör! Þarna inni — nokkrar stofur í burtu — lá konan mín með yngsta barnið okkar í faðmi sér. Hún var læknir — og and- artak hafði ég gælt við þá hugsun að leita ráða og hjálp- ar hjá henni. En um ellefu leyt- ið, þegar ég kom aftur heim af spítalanum og læddist inn í svefnherbergið, sváfu móðir og barn vært og ég hafði ekki brjóst í mér til að vekja þau. Það var líka kannski bezt þann- ig — ég varð að reyna að sigr- ast einn á áhyggjum mínum. En sárt var það! Eg gat ekki setið kyrr en gekk eirðarlaus fram og aftur um stofuna. Við höfðum enn á ný rætt af hita um tilfellið á spítalanum, og orð yfirlæknis míns hljómuðu enn fyrir eyrum mér. Hann hafði litið á mig með skelfing- arsvip þegar ég sagði honum frá ákvörðun minni um að framkvæma skurðaðgerðina og hrópaði æstur: ,,Það getur ekki verið! Þér megið ekki skera þennan mann upp — þér getið ekki tekið það á yður, prófessor. Hann deyr á skurðarborðinu — það er alger- lega vonlaust!“ Þetta var staðföst sannfær- ing hans, og það lá nærri að hann tæki fram fyrir hendurn- ar á mér. Og hann var ekki sá eini — nei, þeir voru allir á hans bandi, það fann ég! Eg stóð einn með ákvörðun mína. I huganum leitaði ég til mikil- menna læknastéttarinnar, til meistara skurðlækninganna, og reyndi að ímynda mér hvernig þeir hver um sig mundu hafa hagað sér í mínum sporum. Það er ekki einungis ástríðan, hinn sérstaki hæfileiki og löngunin til að afreka eitthvað, sem skap- ar skurðlækninn, til þess þarf einnig kjark og trausta skap- gerð og vilja og getu til að taka á sig ábyrgð. Eg lét þá alla líða framhjá í huganum. Sumir þeirra höfðu þorað að takast á hendur næstum hvað sem var — og næstum allt heppnast fyrir þeim. Einn þeirra var Ferdinand Sauerbruch — og það voru þessir menn, sem haldið höfðu kyndlinum á lofti og borið hann frá kynslóð til kynslóðar. En vissi nokkur hvaða hvatir 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.