Úrval - 01.02.1959, Page 32
ÚRVAL
FÉLAGAR 1 BARÁTTU VIÐ DAUÐANN
hermönnum. Ég skýrði þetta
fyrir gömlu hjónunum og sagði
að ég gæti ekki farið upp eftir
að skoða hann, og gæti heldur
ekkert sagt án þess að skoða
hann. Þau skildu hvernig á
stóð, en ég sá hvernig vonbrigð-
in lögðust eins og skuggi yfir
andlit þeirra. Ég gat ekki látið
þau fara þannig frá mér og
stakk upp á að þau létu flytja
son sinn á spítalann til mín, þá
skyldi ég skoða hann og hjálpa
honum ef ég gæti.
Þau þökkuðu mér innilega,
rétt eins og ég væri þegar bú-
inn að bjarga lífi hans. En mér
var ekki eins létt í skapi eftir
að þau voru farin.
Þetta hlaut að vera eitthvert
æxli ofarlega í mænunni — það
hlaut að vera það, sem olli þess-
ari lömun á öllum útlimum. Það
kemur fyrir, ef heppnin er
með, að hægt er að veita sjúkl-
ing bata með því að nema burt
slíkt æxli, en ef æxlið hefur
lengi þrýst á mænuna og hina
fínu taugaþræði, er sáralítil
von um að sjúklingurinn geti
fengið mátt aftur.
Hálfum mánuði síðar kom
sjúkrabíll með sjúklinginn, lag-
legan, ljóshærðan pilt, lamaðan
á öllum útlimum. Ég lét leggja
hann á einbýlisstofu og lofaði
honum að jafna sig í einn dag
áður en ég vitjaði hans. Strax
og ég fór að tala við hann fann
ég að hann var vel greindur
og víðlesinn. Að því er virtist
var afstaða hans til veikinda
sinna mjög skynsamleg. Hann
kvartaði ekki, en beið þess með
forvitni og eftirvæntingu hvað
nú yrði gert við hann. Foreldr-
ar hans höfðu bersýnilega hælt
mér mikið, því að hann var
mjög bjartsýnn og virtist trúa
því, að ég yrði „fljótur að
koma honum á fætur aftur.“
Sjálfur var ég tæplega eins
vongóður þegar ég hóf rann-
sóknina. Ég byrjaði á fótunum,
rannsakaði hreyfanleik þeirra
og komst að raun um að löm-
unin var alger. Því næst skoð-
aði ég hægri handlegginn, sem
einnig var alveg lamaður. En í
vinstri handlegg uppgötvaði ég
örlítinn mátt í tveim fingur-
vöðvum. Þetta kom mér á óvart.
Einnig var athyglisvert að önd-
unarerfiðleikar voru engir.
Þindin var þá ólömuð. Þindinni
stjórnar taug, sem kemur út
milli fjórða og fimmta hálsliðs.
Skemmdin hlaut því að vera rétt
þar fyrir neðan. Þegar ég rann-
sakaði hálsinn brá mér illa.
Aftan á honum til vinstri mátti
finna beinkennda æxlismyndun.
Ég lét undir eins taka röntgen-
mynd af hálsliðunum og lagði
ríkt á við starfsfólkið á rönt-
gendeildinni að fara mjög var-
lega með sjúklinginn, því að
ekki gat leikið vafi á því að
hálsliðirnir væru stórskemmd-
ir og gætu brotnað, en þá væri
dauðinn vís.
Yfirlæknirinn kom sjálfur til
mín um kvöldið með röntgen-
myndirnar. Hann sagði ekki orð
30