Úrval - 01.02.1959, Side 32

Úrval - 01.02.1959, Side 32
ÚRVAL FÉLAGAR 1 BARÁTTU VIÐ DAUÐANN hermönnum. Ég skýrði þetta fyrir gömlu hjónunum og sagði að ég gæti ekki farið upp eftir að skoða hann, og gæti heldur ekkert sagt án þess að skoða hann. Þau skildu hvernig á stóð, en ég sá hvernig vonbrigð- in lögðust eins og skuggi yfir andlit þeirra. Ég gat ekki látið þau fara þannig frá mér og stakk upp á að þau létu flytja son sinn á spítalann til mín, þá skyldi ég skoða hann og hjálpa honum ef ég gæti. Þau þökkuðu mér innilega, rétt eins og ég væri þegar bú- inn að bjarga lífi hans. En mér var ekki eins létt í skapi eftir að þau voru farin. Þetta hlaut að vera eitthvert æxli ofarlega í mænunni — það hlaut að vera það, sem olli þess- ari lömun á öllum útlimum. Það kemur fyrir, ef heppnin er með, að hægt er að veita sjúkl- ing bata með því að nema burt slíkt æxli, en ef æxlið hefur lengi þrýst á mænuna og hina fínu taugaþræði, er sáralítil von um að sjúklingurinn geti fengið mátt aftur. Hálfum mánuði síðar kom sjúkrabíll með sjúklinginn, lag- legan, ljóshærðan pilt, lamaðan á öllum útlimum. Ég lét leggja hann á einbýlisstofu og lofaði honum að jafna sig í einn dag áður en ég vitjaði hans. Strax og ég fór að tala við hann fann ég að hann var vel greindur og víðlesinn. Að því er virtist var afstaða hans til veikinda sinna mjög skynsamleg. Hann kvartaði ekki, en beið þess með forvitni og eftirvæntingu hvað nú yrði gert við hann. Foreldr- ar hans höfðu bersýnilega hælt mér mikið, því að hann var mjög bjartsýnn og virtist trúa því, að ég yrði „fljótur að koma honum á fætur aftur.“ Sjálfur var ég tæplega eins vongóður þegar ég hóf rann- sóknina. Ég byrjaði á fótunum, rannsakaði hreyfanleik þeirra og komst að raun um að löm- unin var alger. Því næst skoð- aði ég hægri handlegginn, sem einnig var alveg lamaður. En í vinstri handlegg uppgötvaði ég örlítinn mátt í tveim fingur- vöðvum. Þetta kom mér á óvart. Einnig var athyglisvert að önd- unarerfiðleikar voru engir. Þindin var þá ólömuð. Þindinni stjórnar taug, sem kemur út milli fjórða og fimmta hálsliðs. Skemmdin hlaut því að vera rétt þar fyrir neðan. Þegar ég rann- sakaði hálsinn brá mér illa. Aftan á honum til vinstri mátti finna beinkennda æxlismyndun. Ég lét undir eins taka röntgen- mynd af hálsliðunum og lagði ríkt á við starfsfólkið á rönt- gendeildinni að fara mjög var- lega með sjúklinginn, því að ekki gat leikið vafi á því að hálsliðirnir væru stórskemmd- ir og gætu brotnað, en þá væri dauðinn vís. Yfirlæknirinn kom sjálfur til mín um kvöldið með röntgen- myndirnar. Hann sagði ekki orð 30
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.