Úrval - 01.02.1959, Side 33

Úrval - 01.02.1959, Side 33
FÉLAGAR I BARÁTTU VIÐ DAUÐANN URVAL — hélt þeim aðeins fyrir fram- an skerminn. Þessu líkt höfðum við aldrei séð eða trúað að væri til. Á myndunum mátti greini- lega sjá, að liðabogarnir á fimmta og sjötta hálslið voru gjöreyðilagðir. Öskiljanlegt var að maðurinn skyldi geta haldið höfði, svo miklar voru vefja- breytingarnar á myndunum. Ég lét því setja Glissonslöngu til að styðja við höfuð sjúklings- ins, en það eru bindisvafningar um háls og hnakka, sem að of- an eru festir við rúmið, og eins fast vafðir og þorandi er. Þar með var bráðri hættu á háls- broti bægt frá. En hvað áttum við svo að gera? Að ráðast til atlögu við þetta æxli væri meira en dirfska, það væri ögrun. Ungi maðurinn gat dáið þegar verið var að koma honum fyrir á skurðarborðinu. I rauninni var okkur öllum ljóst, að skurðaðgerð kom hér ekki til mála — en ég var þó ekki í rónni. Ég skoðaði röntgen- myndirnar hvað eftir annað, og í hvert skipti kom það að mér, að þegar öllu væri á botninn hvolft væri hér ef til vill um að ræða góðkynja æxli, sem hefði þrýst saman mænunni, en ekki inngróið æxli, sem hefði eyðilegt sjálfa mænuna. Af röntgenmyndunum mátti ráða að æxlið ætti ekki rætur í mæn- unni heldur í himnum hennar, í beinvefjunum eða heinhimn- unni í 5—6 hálslið. Ef æxlið hafði enn ekki vaxið inn í mæn- una og eyðilagt hana, þá voru — að vísu mjög litlar — líkur til, að lömunin mundi hverfa að einhverju eða öllu leyti eftir að æxlið hefði verið numið burtu. Að vísu var jafnmikil, ef ekki meiri, hætta á, að sjúkl- ingurinn dæi í höndunum á mér á skurðarborðinu. Að jafnaði gera sjúklingar, sem lagðir eru inn á handlækn- isdeild, fyrir fram ráð fyrir því, að þeir muni verða skornir upp. Það er því oftast einungis formsatriði þegar læknirinn leit- ar samþykkis sjúklingsins til skurðaðgerðar. En hér gegndi öðru máli, fannst mér. Eftir að ég hafði kynnzt piltinum og foreldrum hans fannst mér það skylda mín að benda þeim á áhættuna sem væri samfara skurðaðgerð. Þau urðu að fá að vita hvað væri í húfi, og enda þótt þau gætu ekki létt af mér þeim krossi að taka hina end- anlega ákvörðun, skyldu þau að minnsta kosti taka þátt í innri baráttu minni, sem háð var vegna einkasonar þeirra. Þessvegna skrifaði ég foreldr- unum og bað þau að koma að tala við mig. Þau höfðu svo komið í gær, síðdegis, og við höfðum ræðzt við í vinnustofu minni. Ég sá aftur tárvot, hvarmarauð augu hinnar öldnu móður, og ég fann, að í augum hennar var ég sá eini sem gat bjargað lífi sonar hennar. Ég gerði ekki minnstu tilraun 31
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.