Úrval - 01.02.1959, Síða 33
FÉLAGAR I BARÁTTU VIÐ DAUÐANN
URVAL
— hélt þeim aðeins fyrir fram-
an skerminn. Þessu líkt höfðum
við aldrei séð eða trúað að væri
til. Á myndunum mátti greini-
lega sjá, að liðabogarnir á
fimmta og sjötta hálslið voru
gjöreyðilagðir. Öskiljanlegt var
að maðurinn skyldi geta haldið
höfði, svo miklar voru vefja-
breytingarnar á myndunum. Ég
lét því setja Glissonslöngu til
að styðja við höfuð sjúklings-
ins, en það eru bindisvafningar
um háls og hnakka, sem að of-
an eru festir við rúmið, og eins
fast vafðir og þorandi er. Þar
með var bráðri hættu á háls-
broti bægt frá. En hvað áttum
við svo að gera?
Að ráðast til atlögu við þetta
æxli væri meira en dirfska, það
væri ögrun. Ungi maðurinn gat
dáið þegar verið var að koma
honum fyrir á skurðarborðinu.
I rauninni var okkur öllum ljóst,
að skurðaðgerð kom hér ekki
til mála — en ég var þó ekki í
rónni. Ég skoðaði röntgen-
myndirnar hvað eftir annað, og
í hvert skipti kom það að mér,
að þegar öllu væri á botninn
hvolft væri hér ef til vill um
að ræða góðkynja æxli, sem
hefði þrýst saman mænunni, en
ekki inngróið æxli, sem hefði
eyðilegt sjálfa mænuna. Af
röntgenmyndunum mátti ráða
að æxlið ætti ekki rætur í mæn-
unni heldur í himnum hennar,
í beinvefjunum eða heinhimn-
unni í 5—6 hálslið. Ef æxlið
hafði enn ekki vaxið inn í mæn-
una og eyðilagt hana, þá voru
— að vísu mjög litlar — líkur
til, að lömunin mundi hverfa
að einhverju eða öllu leyti eftir
að æxlið hefði verið numið
burtu. Að vísu var jafnmikil,
ef ekki meiri, hætta á, að sjúkl-
ingurinn dæi í höndunum á mér
á skurðarborðinu.
Að jafnaði gera sjúklingar,
sem lagðir eru inn á handlækn-
isdeild, fyrir fram ráð fyrir því,
að þeir muni verða skornir upp.
Það er því oftast einungis
formsatriði þegar læknirinn leit-
ar samþykkis sjúklingsins til
skurðaðgerðar. En hér gegndi
öðru máli, fannst mér. Eftir að
ég hafði kynnzt piltinum og
foreldrum hans fannst mér það
skylda mín að benda þeim á
áhættuna sem væri samfara
skurðaðgerð. Þau urðu að fá að
vita hvað væri í húfi, og enda
þótt þau gætu ekki létt af mér
þeim krossi að taka hina end-
anlega ákvörðun, skyldu þau
að minnsta kosti taka þátt í
innri baráttu minni, sem háð
var vegna einkasonar þeirra.
Þessvegna skrifaði ég foreldr-
unum og bað þau að koma að
tala við mig.
Þau höfðu svo komið í gær,
síðdegis, og við höfðum ræðzt
við í vinnustofu minni. Ég sá
aftur tárvot, hvarmarauð augu
hinnar öldnu móður, og ég fann,
að í augum hennar var ég sá
eini sem gat bjargað lífi sonar
hennar.
Ég gerði ekki minnstu tilraun
31