Úrval - 01.02.1959, Page 37
FÉLAGAR 1 BARÁTTU VIÐ DAUÐANN
ÚRVAL
kvæmt aðgerðina í tveim á-
föngum, því að æxlið var ekki
iilkynjað, heldur brúnt æxli,
beinskemmd sem venjulega er
kölluð „ostitis fibrosa.“ Þessi
sjúkdómur kemur venjulega
fyrir allt annars staðar í lík-
amanum; vafasamt er að nokk-
ur skurðlæknir hafi fyrr séð
hann í hálsliðunum. Þetta var
mjög fágætt tilfelli.
Engir öndunarerfiðleikar eða
•blóðrásartruflanir höfðu gert
vart við sig meðan á aðgerð-
inni stóð, eins og við höfðum
óttast. Okkur fannst þetta
ganga kraftaverki næst. Nú
saumaði ég saman vöðvaskurð-
inn og síðan löngu skinnsprett-
una. Við gengum frá umbúðun-
um og stóðum andspænis erfiðu
vandamáli: hvernig áttum við
að skorða höfuðið? Við urðum
að sýna fyllstu gætni, því að
ein óhöndug hreyfing gat nægt
til þess að rjúfa taugarnar í
mænunni, sem stjórna andar-
drættinum, og þá mundi sjúk-
lingurinn kafna.
Ég bað því yfirlækninn minn
að fylgjast vel með sjúklingn-
um, mér fannst á honum að
hann væri enn ekki mjög bjart-
sýnn á árangurinn. Hann var
vantrúaður á að mænan mundi
jafna sig. Innst inni var ég líka
í vafa. Það hafði verið óhugnan-
legt að sjá hana svona útflatta.
En við vorum samt glaðir yfir
því að sjúklingurinn hafði slopp-
ið lifandi af skurðarborðinu.
Ekkert er eins skelfilegt og
þegar sjúklingur deyr á skurð-
arborðinu, og skurðlæknirinn
stendur á eftir augliti til aug-
litis við vandamenn hins látna.
Ef þessi ungi piltur hefði dáið
í höndunum á mér, mundi það
hafa fengið þeim mun meira á
mig sem ég hafði í rauninni
ögrað forsjóninni. Það sem eft-
ir var dagsins var erilsamt eins
og venjulega: fyrst aðrar skurð-
aðgerðir, þá ráðstefnur, fund-
ir, fyrirlestrar og próf. Um
kvöldið var ég örmagna. Samt
sat ég lengi við skrifborðið.
Allt í einu var hurðinni hrund-
ið upp og yfirlæknirinn minn,
sem allajafna var rósemin sjálf,
kom æðandi inn. Ég bjóst við
hinu versta. En hið eina sem
hann stamaði út úr sér var:
,,Hann er farinn að hreyfa fæt-
urna!“
I fyrstu var mér ekki ljóst •
við hvað hann átti. Svo jafnaði
hann sig og hélt áfram: „Hann
er fyrir löngu vaknaður, og
hugsið yður, prófessor, hann er
þegar farinn að hreyfa svolítið
tærnar og jafnvel fæturna
líka.“
Þetta var ótrúlegt. Nú var
það ég sem lét í ljós vantrú.
Þetta var blátt áfram óhugsan-
legt. Ég vissi að lamað fólk flýr
oft á náðir sjálfsblekkingar,
og ég vissi líka hvernig það fór
að því. Að minnsta kosti varð ég
að sannfærast af eigin sjón. Við
flýttum okkur til sjúklingsins
— ég svifti bókstaflega af hon-
um sængurfötunum, og þá . . .
35