Úrval - 01.02.1959, Side 39

Úrval - 01.02.1959, Side 39
Nýjung í loðdýrarækt: Kóngafeldurinn af loðmúsinni er dýrasti loðfeldur sem til er. Loðmúsarækt tii loðskinnaframleiðslu Grein úr „The New Scientist", eftir Philip Street. FYRIR dugnað og atorku nokkurra áhugamanna á árunum eftir styrjöldina, er ný iðngrein að rísa upp í Bretlandi — loðmúsarækt til skinnafram- leiðslu. Innan tíu ára ætti hverj- um eiginmanni, sem á annað borð hefur efni á því, að vera í lófa lagið að gefa konunni sinni loðmúsapels í afmælisgjöf. Þetta litla suðurameríska nagdýr, sem hefur svo ljómandi fallegan feld, var fyrst upp- götvað í Andes-fjöllunum fyrir meira en þúsund árum af Ind- íánaþjóðflokki, er nefndist Chinchas, og af því er vísinda- nafn dýrsins dregið — Chin- chilla. Indíánarnir komust að raun um, að feldur loðmúsar- innar var fyrirtaks klæðnaður í bitru kuldaloftslagi háslétt- unnar, hann var bæði hlýr og endingargóður. Tveim eða þrem öldum seinna urðu Chinchas-indíánarnir að lúta í lægra haldi fyrir Inkun- um, sem tóku loðmúsarfeldinn upp sem búning við hátíðlegar athafnir, jafnframt því sem hann var þeim skjólfatnaður að vetrinum. Þegar Spánverjar gerðu innrás í Suður-Ameríku árið 1542 og unnu sigur á Ink- unum, kynntust þeir þessum mjúka, hlýja feldi og fluttu loð- músarskinnin ásamt gimstein- um og dýrum málmum til Spán- ar, þar sem konungsfjölskyld- an og hirðin fengu strax mikl- ar mætur á hinni girnilegu grávöru. Frá Spáni barst frægð loð- músarskinnanna fljótt til ann- arra hirða í Evrópu, og ekki leið á löngu, unz lög voru sett um að enginn nema konungafólk mætti bera svo dýrlegan feld. Þannig varð hann sannkallaður konungsfeldur, eftirsóttari og dýrari en allt annað. Svo mikið var fellt af loðmús- um á ári hverju til að full- nægja eftirspurninni, að í lok nítjándu aldar horfði til full- kominnar útrýmingar. Árið 1894 voru meira en 400,000 skinn flutt út frá Chile einu saman, og svipað magn frá Perú og Bólivíu. Stjórnir þessara
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.