Úrval - 01.02.1959, Síða 39
Nýjung í loðdýrarækt: Kóngafeldurinn
af loðmúsinni er dýrasti
loðfeldur sem til er.
Loðmúsarækt tii loðskinnaframleiðslu
Grein úr „The New Scientist",
eftir Philip Street.
FYRIR dugnað og atorku
nokkurra áhugamanna á
árunum eftir styrjöldina, er ný
iðngrein að rísa upp í Bretlandi
— loðmúsarækt til skinnafram-
leiðslu. Innan tíu ára ætti hverj-
um eiginmanni, sem á annað
borð hefur efni á því, að vera í
lófa lagið að gefa konunni sinni
loðmúsapels í afmælisgjöf.
Þetta litla suðurameríska
nagdýr, sem hefur svo ljómandi
fallegan feld, var fyrst upp-
götvað í Andes-fjöllunum fyrir
meira en þúsund árum af Ind-
íánaþjóðflokki, er nefndist
Chinchas, og af því er vísinda-
nafn dýrsins dregið — Chin-
chilla. Indíánarnir komust að
raun um, að feldur loðmúsar-
innar var fyrirtaks klæðnaður
í bitru kuldaloftslagi háslétt-
unnar, hann var bæði hlýr og
endingargóður.
Tveim eða þrem öldum seinna
urðu Chinchas-indíánarnir að
lúta í lægra haldi fyrir Inkun-
um, sem tóku loðmúsarfeldinn
upp sem búning við hátíðlegar
athafnir, jafnframt því sem
hann var þeim skjólfatnaður
að vetrinum. Þegar Spánverjar
gerðu innrás í Suður-Ameríku
árið 1542 og unnu sigur á Ink-
unum, kynntust þeir þessum
mjúka, hlýja feldi og fluttu loð-
músarskinnin ásamt gimstein-
um og dýrum málmum til Spán-
ar, þar sem konungsfjölskyld-
an og hirðin fengu strax mikl-
ar mætur á hinni girnilegu
grávöru.
Frá Spáni barst frægð loð-
músarskinnanna fljótt til ann-
arra hirða í Evrópu, og ekki leið
á löngu, unz lög voru sett um
að enginn nema konungafólk
mætti bera svo dýrlegan feld.
Þannig varð hann sannkallaður
konungsfeldur, eftirsóttari og
dýrari en allt annað.
Svo mikið var fellt af loðmús-
um á ári hverju til að full-
nægja eftirspurninni, að í lok
nítjándu aldar horfði til full-
kominnar útrýmingar. Árið
1894 voru meira en 400,000
skinn flutt út frá Chile einu
saman, og svipað magn frá Perú
og Bólivíu. Stjórnir þessara