Úrval - 01.02.1959, Side 40
tJRVAL
LOÐMÚSARÆKT TIL LOÐSKINNAPRAMLEIÐSLU
þriggja ríkja gripu til þess
ráðs að banna loðmúsaveiði og
útflutning á skinnum. Birgð-
irnar gengu fyrr en varði til
þurrðar og allt benti til þess,
að loðmúsarfeldurinn væri úr
sögunni sem klæðnaður.
Loðmúsarskinnið er ákaf-
lega mjúkt og svo létt, að það
er lítið þyngra en venjulegt
silki. Það er mjög hentugt í
kápur og herðaslár. Mýkt sína
á það því að þakka, að hvert
hár er klofið í um það bil
fimmtíu örfína þræði, og er það
einstætt fyrribæri á meðal spen-
dýra. En þrátt fyrir þennan
mikla fínleika þekur það eins
vel og hver annar loðfeldur.
Liturinn er Ijósgrár, lítið eitt
dekkri á bakinu. I eina kápu
þarf um 300 skinn, og er sam-
setning þeirra mikið nákvæmn-
isverk.
Loðmúsin er háf jalladýr. Hún
finnst aðeins í Andes-fjöllun-
um, þar sem hún lifir í 2—6000
metra hæð yfir sjávarmál.
Gróður er þar af skornum
skammti og lítið um skjól
nema á bak við staka steina
og í klettasprungum. Dýrið á
sennilega tilveru sína því að
þakka, að það er mest á ferli
á nóttunni; það heldur kyrru
fyrir á daginn og kemur út til
að afla sér fanga eftir að dimmt
er orðið, og eiga þá óvinimir
erfiðara með að koma auga á
það. Feldur loðmúsarinnar er
svo þéttur, að meindýr geta ekki
þrifist þar, og kvikindið held-
ur sér hreinu með því að baða
sig iðulega í eldfjallaösku. Ein-
kennilegur vani er það hjá loð-
músinni að brýna tennurnar á
eldbrunnum steinum (vikur-
grjóti).
Saga loðmúsarskinnanna
hefst að nýju árið 1923. Þá fékk
amerískur námuverkfræðingur,
sem unnið hafði í Andes-fjöll-
unum, leyfi til að taka heim
m.eð sér nokkur dýr. Hann bjóst
við, að þau gætu þrifist í
heimaríki hans, Kaliforníu, og
hann taldi ekki ósennilegt að
hægt væri að stunda loðmúsa-
rækt í stórum stíl til fram-
leiðslu á skinnum, alveg eins
og menn fengust við minkaeldi.
Tilraunir verkfræðingsins
tókust svo vel, að í lok heims-
styrjaldarinnar síðari var loð-
músarækt orðin töluvert stór
atvinnugrein í Bandaríkjunum.
Milljónir dýra höfðu komið út
af litla hópnum, sem fyrstur
nam þar land.
Einn af brautryðjendum loð-
músaræktar í Bretlandi er
FYank Small, majór, sem rek-
ur blómlegt bú með 200—300
dýrum í útjaðri Epping-skógar.
Hann ákvað í lok styrjaldarinn-
ar að gera tilraunir með loð-
músaeldi, enda þótt stofnkostn-
aðurinn væri mikill, 400 pund
fyrir hjón af bezta amerísku
kyni. En það leið ekki á löngu,
unz majórinn hafði eignast á-
litlegan hóp, og fjölmargir fet-
uðu í fótspor hans, bæði í Eng-
landi og á meginlandinu.
38