Úrval - 01.02.1959, Blaðsíða 44
J>að hefði getað orðið eitt af skæðustu vopnutn,
sem fundið hefur verið upp —
en það var aldrei notað!
Leynivopnið mikla — leöurblökurnar
Grein úr „World Digest“,
eftir Eugene Burns og George Seullin.
SÍÐLA dags þann 7. desem-
ber 1941 ók vingjamlegur,
miðaldra skurðlæknir og upp-
finningamaður, Lytle S. Adams
að nafni, frá heimili sínu í
Pennsylvaníu áleiðis til Wash-
ington. Hann hafði skrúfað frá
útvarpinu í bílnum, en hugsanir
hans voru allar bundnar við
litlu flugvélaverksmiðjuna, sem
hann stjórnaði og fyrirætlanir
um miklar ræktunarfram-
kvæmdir á eyðilendum Banda-
ríkjanna. Hann var einmitt ný-
kominn úr rannsóknarför til
Texas og New Mexico og lang-
aði mest af öllu til að hefjast
handa sem fyrst um úrvinnslu
sýnishornanna, er hann hafði
aflað sér. Sunnudags-sinfónían
truflaði ekki hið minnsta þessar
hugleiðingar læknisins, en frétt-
in um árásina á Pearl Harbour
hreif hann í einu vetfangi inn á
annað svið, sem átti eftir að
hafa stórkostleg áhrif á líf hans
og skapa eitt furðulegasta
leynivopn veraldarsögunnar.
Þegar Adams kom til Wash-
ington ók hann þess vegna ekki
til gistihúss síns, heldur beina
leið í þinghúsbygginguna. Jenn-
ings Randolph, þingmaður frá
West Virginia sagði síðar svo
frá, að marga undarlega gesti
hefði hann fengið um ævina, en
engan, sem kom honum jafn-
mikið á óvart og Adams læknir.
Hann hafði þekkt lækninn lengi
og borið virðingu fyrir honum,
en þarna stóð þessi mektarmað-
ur í dyrunum og hrópaði: „Leð-
urblökur! Leðurblökur! það er
lausnin!" Randolph benti hon-
um að setjast og Adams hóf
að útskýra:
„Yður er velkomið að álíta
mig vitskertan, en fyrir tveim
mánuðum var ég í Carlsbad-
hellunum ásamt fjölskyldu
minni og þar sáum við milljónir
af mexíkönskum leðurblökum,
sem þyrptust út úr hellunum,
þegar fór að skyggja. Það er
ekki laust við, að hrollur fari
um mann við þá sjón. Þær eru
þrjá tíma að komast út og svo
stíga þær upp í loftið eins og
reykjarmökkur. Auðvitað fékk
ég strax mikinn áhuga á þeim,
42