Úrval - 01.02.1959, Síða 45
LEYNIVOPNIÐ MIKLA
LEÐURBLÖKURNAR
tjRVAI-
svo að ég talaði við búgarðs-
eigandann og falaðist eftir leð-
urblökuáburði, sem nota mætti
við nýræktarframkvæmdir
mínar, en hann gaf mér ýmsar
aðrar upplýsingar. Vitið þér til
dæmis, að leðurblakan er bezta
flugdýr veraldar — fremri fugl-
um og skordýrum? Vitið þér,
að kvenleðurblakan ber unga
sína með sér á fluginu, þang-
að til þeir eru nærri fullvaxnir,
og að móðir með fjóra unga
ber meira en tvöfalda þyngd
sína? Og hafið þér nokkra hug-
mynd um, að þegar leðurblöku-
hellir hrynur þyrpast dýrin
milljónum saman til næstu
borgar og fylla kirkjuturna,
hlöður, bílskúra og íbúðarhús,
hvar sem þurran blett er að
finna?“
Þegar hér var komið stóð
læknirinn á fætur og rak einn
fingurinn næstum því upp að
andlitinu á Randolph. ,,Og vitið
þér svo, hvernig færi fyrir
Tokyo, ef milljón leðurblökur
væru látnar svífa í fallhlífum
yfir borgina að næturlagi, hver
með eina litla íkveikjusprengju
festa við sig? Þær mundu dreif-
ast um alla borgina og í dögun
væru þær búnar að fela sig á
hverjum einasta sæmilega þurr-
um stað. Hlustið nú á! Við
mundum dreifa þúsundum flug-
miða, sem tilkynntu fólkinu, að
kveikja ætti í borginni og brenna
hana til ösku. Við gætum ætlað
þeim sólarhring til undankomu
— kannski yrðum við að brenna
eitt þorp eða svo, til að sýna
að okkur væri full alvara. En
svo létum við til skarar skríða.
Ekkert verður eftir — engin
hús, engir hermannaskálar, eng-
ar verksmiðjur eða aðrar hern-
aðarstöðvar, allt lagt í rúst.
Þeir verða að gefast upp!“
,,Hann gerði mig alveg orð-
lausan,“ sagði Randolph síðar.
„Var hann brjálaður? Áreiðan-
lega, en ég spurði hann líka
heilmargra spurninga, sem ekki
voru neitt gáfulegar. En hvað
sem um það er, þá stóð Adams
læknir á skrifstofu minni tveim
stundum eftir árásina á Pearl
Harbour með fullkomnar áætl-
anir í kollinum um að gjalda
líku líkt.“
Þó að andstætt væri öllum
reglum í hernum, ákvað Rand-
olph að forðast allar krókaleið-
ir og nota áhrif sín í Hvíta hús-
inu til að hrinda áætluninni í
framkvæmd. Hann var síður en
svo ánægður með þennan starfa,
og hann óskaði þess heitt og
innilega, að leðurblökur og geð-
veikrahæli væru ekki svona
skyld fyrirbæri . . . En Roose-
velt forseti sýndi strax mikinn
áhuga á þessum fyrirætlunum
og 12. janúar 1942, minna en
fimm vikum eftir Pearl Har-
bour-árásina, var „Adams-áætl-
unin“ opinberlega staðfest og
merkt ,,Ríkisleyndarmál“.
Þó að Adams læknir fengi
ekkert fé til umráða fyrst í
stað — honum var veittur ó-
beinn fjárhagslegur stuðningur
43