Úrval - 01.02.1959, Side 46
TJRVAL
LEYNIVOPNIÐ MIKLA
LEÐURBLÖKURNAR
— þá var honum gefið vald í
öllum öðrum málum í sambandi
við áætlunina. Hann kallaði
saman starfslið sitt og bað það
koma til fundar við sig í Texas.
Sérfræðingar hans sögðu
honum, að í Bandaríkjunum
væru 250 mismunandi tegundir
af leðurblökum, en mexikanska
leðurblakan væri áreiðanlega
hentugust til flutninga á í-
kveikjusprengjum. Hún safnað-
ist saman í milljónatali í af-
skekktustu hellum fylkisins,
svo að auðvelt var að veiða
hana leynilega og í stórum stíl.
Þrjátíu gramma leðurblaka gat
borið að minnsta kosti 30
gramma hylki með íkveikjuefni,
og eiturbyrlararnir í Washing-
ton gátu áreiðanlega búið til 30
gramma sprengju. Þá var eld-
raunin eftir. Gat leðurblakan lif-
að af flug í 8000 metra hæð og
40 gráðu frosti og flogið eftir
að hafa verið varpað úr fallhlíf
niður í 300 metra hæð uppi yfir
Tokyoborg ?
Gætnari vísindamennirnir á-
kváðu að sneiða hjá Carlsbad,
þar sem ferðamenn voru næst-
um eins margir og leðurblök-
urnar, og skröltu í bíl Adams
til annarrar leðurblökunýlendu
í Djöflahellinum í Texas, til þess
eins að uppgötva, að þessi af-
skekkti hellir var 60 metra
djúpur og þverhnýptur og að-
eins nokkurra metra langur
dráttarkaðall í bílnum. En til
allrar hamingju var gömul,
ryðguð landamerkjagirðing í
nágrenninu. Þeim tókst að búa
til stiga úr gaddavírum og fika
sig niður hann, og það var
hreinasta kraftaverk að þeir
skyldu sleppa frá þeirri þrek-
raun óskaddaðir að öðru leyti
en því, að föt þeirra létu nokk-
uð á sjá.
Lyktin í hellinum var því
líkust sem þeir hefðu lent inn-
an í fúleggi. Saurinn hafði safn-
ast fyrir í þykkt lag á gólfinu
í margar aldir, og þeir félag-
arnir óðu hann í hné. Þegar
þeir beindu vasaljósum sínum
upp á við, sáu þeir aragrúa af
leðurblökum — þúsundir,
kannski tugi þúsunda, ef til
vill milljónir. Þær héldu sig
hátt uppi, liklega í þrjátíu
metra hæð frá gólfi, en þær
sem til náðist úr stiganum voru
nægilega margar til að fylla
tvo poka. Leðurblökurnar görg-
uðu aðeins lágt í mótmælaskyni,
þegar þær neyddust til að sleppa
klófestu sinni á hrjúfu sand-
steinsþakinu.
Þessar leðurblökur voru
brautryðjendurnir. Nokkrar
þeirra voru sendar dr. Griffin
í Harvard-háskóla til flugþjálf-
unar við erfið skilyrði. Hinar
urðu eftir í Texas og voru
gerðar á þeim margvíslegar til-
raunir, og frá upphafi var Ijóst,
að hér var við mjög heillandi
viðfangsefni að eiga.
Þegar menn komust að því,
að hver leðurblaka át tólffalda
þyngd sína af skordýrum á
44