Úrval - 01.02.1959, Page 50
tjRVAL
LEYNIVOPNIÐ MIKLA
LEÐURBLÖKURNAR
ýmsir að því að finna beztu leið-
irnar til að geyma þau í dvala.
En nú kom nýtt vandamál til
sögunnar. Leitað var ráða hjá
uppgjafaflugmanni, sem sagðist
ekkert hafa á móti því að fljúga
með 72000 leðurblökur innan-
borðs, en öðru máli væri að
gegna með 72000 skammta af
bensínhlaupi, sem gæti fuðrað
upp hvenær sem væri, ef ein-
hver leðurblakan yrði óróleg og
hylkið yrði fyrir hnjaski.
Adams læknir kippti þá öllu í
lag með því að finna upp ör-
yggisútbúnað þegar í stað.
I júní var Adams tilbúinn að
gera fyrstu æfingarárásina með
leðurblökunum sínum. Hún fór
fram í E1 Paso í Texas, og not-
aðar voru einungis 1000 leður-
blökur, hver og ein einasta með
óvirka sprengju festa við sig,
málaða í skærum litum. Þær
voru látnar falla úr sprengju-
flugvél í 8000 metra hæð, og allt
fór samkvæmt áætlun.
Næst skyldi gerð tilraun með
raunverulegum sprengjufarmi.
Til þess var valið víðáttumikið
eyðilegt svæði suður af Carls-
bad, en sjálft árásarsvæðið var
1250 fermílur, vaxið þyrnóttu
kjarri og kaktusum. Þangað var
ekið þúsundum af umbúðaköss-
um; sumir voru settir þétt sam-
an til að líkjast sem mest þorp-
um, öðrum var dreift á hring-
svæði með 40 mílna radíus.
,,Það var undarleg tilfinning,
sem greip okkur,“ sagði Adams
síðar. ,,Við biðum eftir miðnætt-
inu. Þá skyndilega, eins og stutt
hefði verið á hnapp, stóð eyði-
mörkin í björtu báli svo langt
sem augað eygði.“
Athugun daginn eftir leiddi í
ljós, að helmingur umbúðakass-
anna hafði eyðilagzt, og voru
sumir þeirra 40 mílur í burtu.
,,Og þetta var úti í eyðimörk-
inni“, sagði Adams. „Hugsið
ykkur, ef hér hefði verið um
milljónaborg að ræða. Þegar
leðurblökurnar hafa kveikt í á
milljón stöðum, kemur allt hitt
af sjálfu sér, og borginni verður
ekki bjargað."
Áætlunin var nú komin af
tilraunastiginu og ekkert annað
eftir en hrinda henni í fram-
kvæmd. Til að allt „liti betur
út,“ sendi herinn heilan hóp af
ljósmyndurum til varaflugvall-
arins í Carlsbad. Þeir mynduðu
af mestu samvizkusemi leður-
blökur, geyma, starfslið, flug-
vélar og sprengjur. Þvínæst
fóru þeir inn í ískalt herbergið,
þar sem leðurblökurnar lágu í
dvala, tóku þær sofandi og
festu við þær virkar sprengjur
og hengdu þær síðan upp á
snúru fyrir utan, með skýjaðan
himin í baksýn, til þess að ná
af þeim góðri mynd. En þeim
hafði sézt yfir tvennt. Þeir
gleymdu að setja öryggisútbún-
að dr. Adams á sprengjurnar
og gerðu sér enga grein fyrir,
hvaða áhrif heitt eyðimerkur-
sólskin hefur á frostkaldar
leðurblökur. Því var það, að á
48