Úrval - 01.02.1959, Síða 54
tTRVAL
um orðum, allur líkami konunn-
ar (gagnstætt líkama karl-
mannsins) er gæddur „kyn-
töfrum“, þ. e. a. s. hver einasti
blettur hans er aðlaðandi í aug-
um gagnstæða kynsins. Þegar
ég segi ,,allur“, tala ég einungis
út frá fræðilegu sjónarmiði,
reynslan hefur sýnt og sannað
allt annað, það getur hver og
einn borið um, sem heimsótt
hefur nektarnýlendu.
Ef við gengjum nakin dags
daglega, er ekki ósennilegt, að
kynorkan yrði árstíðabundin,
eins og hjá dýrum merkurinnar.
Okkur er ofvaxið að skynja
kyntöfra, er koma frá öllum lík-
amanum, og þess vegna verður
að beina athygli okkar að einu
,,kynhrifasvæði“ í einu.
Þessi svæði breytast um leið
og tízkan, og þau verða mis-
munandi áberandi á hverjum
tíma. Á árunum milli 1920 og
30 voru það fótleggir, sem mest
voru í tízku. Brjóstin hafa ým-
ist verið að stækka eða minnka,
og á fyrrgreindu tímabili voru
þau algerlega bannfærð. Það
voru meira að segja seldar
,,brjóstapressur“, eins konar
arfleifð frá píslarverkfærum
miðaldanna.
En það þurftu fæstar konur
á þeim að halda. Konur eru sem
sé óhugnanlega sveigjanlegar.
Sjálf líkamsbygging þeirra virð-
ist laga sig eftir aldarhættinum
á hverjum tíma. Ef holdugur
líkami er í tízku, verða þær
jafn bústnar og gyðja á mál-
KLÆÐNAÐUR OG KYNTÖFRAR
verki eftir Rubens; ef grannur
vöxtur er hins vegar það sem
við á, verða þær mjóslegnar eins
og Venus á mynd Botticellis. Ef
axlimar eiga að vera beinar,
verða þær það, jafnvel án þess
að púðar komi þar nærri. Séu
aftur á móti slapandi axlir í-
mynd fegurðarinnar, skulu þær
slapa, hvað sem hver segir.
Þetta má raunar skoðast sem
hvert annað léttúðarhjal, en það
er samband á milli sniðsins á
fötunum, sem konan gengur í,
og þess heims, sem hún lifir í.
Föt geta verið ágætur mæli-
kvarði á stjórnmál og á heims-
mál yfirleitt.
Eru föt konunnar þröng í
mittið? Þá lifir hún í „þröng-
sýnum“ heimi, þar sem miklar
takmarkanir eru á hjónabönd-
um og barneignum. Lætur hún
mjaðmirnar sýnast stærri en
þær eru frá náttúrunnar hendi
með því að nota krínólínur og
álíka tilfæringar? Þá lifir hún
á tímum auðsældar og hárrar
fæðingartölu. Reynir hún að
gera mittið eins mjótt og hægt
er? Þá er fæðingartalan á
niðurleið. Klippir hún af sér
hárið, fer úr mjaðmabeltinu og
gengur í föllituðum kjólum? Þá
er þjóðfélag hennar í upplausn
og fjárhagurinn á heljarþröm.
Föt geta verið óþægilega
sannsögult vitni fyrir þann,
sem lært hefur að skyggnast
inn í þann heim, er að baki þeim
liggur. Þau eru þverskurður
mannkynssögunnar.
52