Úrval - 01.02.1959, Qupperneq 55

Úrval - 01.02.1959, Qupperneq 55
KLÆÐNAÐUR OG KYNTÖFRAR Nútímaklæðnaður stendur okkur of nærri til að við getum dæmt um sögulegt mikilvægi hans; við sjáum ekki skóginn fyrir trjánum. En þegar við lít- um um öxl og virðum fyrir okkur klæðnað konunnar á hin- um ýmsu tímabilum, verðum við þess áskynja, að hann er næsta Ijós vitnisburður um aldarand- ann. Á tímum Karls II. eru fötin frjálsleg og djörf, en klæðaburð- ur á síðustu árum Lúðvíks XIV. er formfastur og fullur siða- vendni. Um miðja 18. öld er létt- úð og lausung í öllu klæðavali, en eftir frönsku byltinguna er sniðið einfalt og óþvingað. Til- gerð og efnissóun einkennir föt Viktoríu-tímans, á stjórnarár- um Játvarðar VII. eru þau vönduð en látlaus, og eftir fyrri heimstyrjöldina nánasarleg og dálítið drengjaleg. Karlmannaföt koma auðvitað einnig við sögu, en í miklu minna mæli af þeirri ástæðu, að þau hafa breytzt tiltölulega lít- ið samanborið við föt kvenþjóð- arinnar. Á öllum öldum hafa karlmenn yfirleitt kosið sér lífsförunaut úr hópi þeirra kvenna, sem eru aðlaðandi í þeirra augum, og þess vegna miðar gerð kven- fata réttilega að því að gera eig- anda þeirra eins girnilegan og frekast er unnt. Beitan þarf að vera glæst og búa yfir kyn- töfrum. Konur kjósa sér ekki lífsföru- ÚRVAL naut af þeirri ástæðu að hann sé aðlaðandi, heldur kemur þar annað til. Enda er það svo, að þrátt fyrir allar þjóðfélags- breytingarnar síðustu hálfa öld, eru föt karlmannsins sniðin eft- ir hugmyndinni um virðuleik- ann. Af því leiðir, að konum hlýtur að finnast virðuleikinn aðlaðandi, og það er einmitt mergurinn málsins. Grundvall- arhvöt þeirra er — og á að vera — umhyggjan fyrir framtíð fjölskyldunnar; — og öruggasta leiðin til að svo megi verða er að giftast manni í „góðri stöðu“. Föt karlmannsins fylgja að mestu leyti stéttum, jafnvel enn þann dag í dag. Þau lúta lögmáli húsbóndavaldsins, þess vegna eru þau stöðugt svo form- föst og siðavönd. Föt konunnar hlýða lögmáli kyntöfranna; þess vegna eru þau fersk og lifandi eins og blóm. Karlmannsfötin eru orðin úr- elt, og eina vonin til þess að breyta þeim er að gera venju- legan klæðnað úr því, sem nú er kallaður íþróttabúningur. En jafnvel það yrði aðeins bráða- birgðaráðstöfun, því að þessi nýju föt mundu fylgja sömu þróun og fyrirrennarar þeirra og vera komin í fastar skorður forms og hátíðleika innan fárra ára. Að mínu áliti notum við karl- mennirnir nú til dags þrenns- konar föt, er sýna þrjú stig þróunarinnar: jakkaföt, sport- 53
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.