Úrval - 01.02.1959, Qupperneq 55
KLÆÐNAÐUR OG KYNTÖFRAR
Nútímaklæðnaður stendur
okkur of nærri til að við getum
dæmt um sögulegt mikilvægi
hans; við sjáum ekki skóginn
fyrir trjánum. En þegar við lít-
um um öxl og virðum fyrir
okkur klæðnað konunnar á hin-
um ýmsu tímabilum, verðum við
þess áskynja, að hann er næsta
Ijós vitnisburður um aldarand-
ann.
Á tímum Karls II. eru fötin
frjálsleg og djörf, en klæðaburð-
ur á síðustu árum Lúðvíks XIV.
er formfastur og fullur siða-
vendni. Um miðja 18. öld er létt-
úð og lausung í öllu klæðavali,
en eftir frönsku byltinguna er
sniðið einfalt og óþvingað. Til-
gerð og efnissóun einkennir föt
Viktoríu-tímans, á stjórnarár-
um Játvarðar VII. eru þau
vönduð en látlaus, og eftir fyrri
heimstyrjöldina nánasarleg og
dálítið drengjaleg.
Karlmannaföt koma auðvitað
einnig við sögu, en í miklu
minna mæli af þeirri ástæðu, að
þau hafa breytzt tiltölulega lít-
ið samanborið við föt kvenþjóð-
arinnar.
Á öllum öldum hafa karlmenn
yfirleitt kosið sér lífsförunaut
úr hópi þeirra kvenna, sem eru
aðlaðandi í þeirra augum, og
þess vegna miðar gerð kven-
fata réttilega að því að gera eig-
anda þeirra eins girnilegan
og frekast er unnt. Beitan þarf
að vera glæst og búa yfir kyn-
töfrum.
Konur kjósa sér ekki lífsföru-
ÚRVAL
naut af þeirri ástæðu að hann
sé aðlaðandi, heldur kemur þar
annað til. Enda er það svo, að
þrátt fyrir allar þjóðfélags-
breytingarnar síðustu hálfa öld,
eru föt karlmannsins sniðin eft-
ir hugmyndinni um virðuleik-
ann. Af því leiðir, að konum
hlýtur að finnast virðuleikinn
aðlaðandi, og það er einmitt
mergurinn málsins. Grundvall-
arhvöt þeirra er — og á að vera
— umhyggjan fyrir framtíð
fjölskyldunnar; — og öruggasta
leiðin til að svo megi verða er
að giftast manni í „góðri stöðu“.
Föt karlmannsins fylgja að
mestu leyti stéttum, jafnvel
enn þann dag í dag. Þau lúta
lögmáli húsbóndavaldsins, þess
vegna eru þau stöðugt svo form-
föst og siðavönd.
Föt konunnar hlýða lögmáli
kyntöfranna; þess vegna eru
þau fersk og lifandi eins og
blóm.
Karlmannsfötin eru orðin úr-
elt, og eina vonin til þess að
breyta þeim er að gera venju-
legan klæðnað úr því, sem nú
er kallaður íþróttabúningur. En
jafnvel það yrði aðeins bráða-
birgðaráðstöfun, því að þessi
nýju föt mundu fylgja sömu
þróun og fyrirrennarar þeirra
og vera komin í fastar skorður
forms og hátíðleika innan fárra
ára.
Að mínu áliti notum við karl-
mennirnir nú til dags þrenns-
konar föt, er sýna þrjú stig
þróunarinnar: jakkaföt, sport-
53