Úrval - 01.02.1959, Side 56
ÚRVAL
jakka og flannelsbuxur, og ein-
hvers konar sambland af ame-
rískum leðurjakka og brezkri
hermannaúlpu með grófum
bómullarbuxum eða þvíumlíku.
Eldri menn ganga í jakka-
fötum, yngri menn í sportjökk-
um og flannelbuxum. Lista-
menn, stúdentar og unglingar
hallast helzt að leðurjakkanum.
Auðvitað eru þarna margar und-
antekningar, en meginþróunin
er Ijós.
Það er tvennt til um fram-
tíðarþróunina. Ef heimurinn
heldur að mestu leyti áfram á
sömu braut og hann hefur gert
síðustu 200 árin (með öðrum
orðum, ef kapítalisminn heldur
velli), þá endurtekur sig sama
sagan. Innan tuttugu ára verð-
ur sportjakkinn og flannels-
buxumar venjulegur klæðnaður
karlmannsins, en jakkafötin að-
eins notuð við hátíðleg tækifæri.
Ef svo skyldi fara, er næsta auð-
velt að spá um framtíðarþróun-
ina í megindráttum.
En þetta getur líka farið á
annan veg. Það getur vel ver-
ið, að karlmaðurinn verði ekki
lengur talinn fyrirvinna fjöl-
skyldunnar; það kann svo að
KLÆÐNAÐUR OG KYNTÖFRAR
fara, að fjölskyldan í þeirri
mynd sem við þekkjum hana nú,
hverfi alveg úr sögunni. Afleið-
ingin getur orðið sú, að konan
fari að velja sér mann eftir lík-
amlegu útliti hans, þar sem þá
verður engin þörf á að hugsa
um fjárhagsástæður hans, og
föt karlmannsins hætta þá um
leið að lúta lögmáli húsbónda-
valdsins og ganga í þjónustu
kyntöfranna eins og klæðnaður
konunnar.
Á hinn bóginn munu kvenföt-
in skiptast í tvo flokka, vinnu-
föt og skemmtiföt, (og þessi
skipting er raunar farin að
skjóta upp kollinum). Skemmti-
fötin mundu þá miða að því, eins
og öll kvenföt gera nú, að auka
á yndisþokka þess, sem í þeim
er, en vinnufötin mundu hins
vegar vera notuð í gagnlegum
tilgangi.
Þetta mætti í stuttu máli orða
svo — samfestingar eða síð-
buxur á skrifstofuna eða í
verksmiðjuna, og flegnir sam-
kvæmiskjólar í frístundunum.
Þegar svo er komið má segja,
að mismunur á klæðnaði fólks
eftir stéttum verði lítill sem
enginn.
~k ir ~k
Stundvísi.
Stúlka: „Er þetta ekki undursamlegt. Ljósið frá stjörnunum
er milljónir ára á leiðinni til okkar, og samt kemur það hing-
að stundvíslega á hverju kvöldi."
— Humor.
54