Úrval - 01.02.1959, Side 62
NORÐURLJÓSIÐ
KLUKKAN á Markúsarkirkjunni
var orðin yfir átta þetta hrá-
slagalega febrúarkvöld, þegar Henry
Page bauð Maitland, aðstoðarrit-
stjóra sínum góða nótt, og gekk út
úr ritstjórnarbyggingu Norðurljóss-
ins. Forustugreinin fyrir mánudag-
inn hafði tafið hann lengur en venju-
lega — jafnvel eftir tuttugu ára æf-
ingu var hann ekkert sérstaklega
fljótur að semja — og svo hafði þetta
furðulega símtal við Veron Somer-
ville truflað hann og komið honum
úr jafnvægi.
Konaar hans var með bílinn og
hann hafði ætlað sér að ganga heim.
Bard læknir hafði upp á síðkastið
verið að hvetja hann til að reyna
hæfilega á sig — en þar sem svo
áliðið var orðið, ákvað hann að fara
heldur með strætisvagni.
Þar sem þetta var laugardags-
kvöld, voru ekki margir á ferli i
gamla verzlunarhverfinu i Hedleston.
f>að var svo lítil umferð um stein-
lögð strætin, að Henry heyrði fóta-
takið bergmála á eftir sér, og honum
fannst þetta gamla hverfi vera hið
trausta hjarta þessarar borgar Norð-
vmbralands, þar sem ættfólk hans
hafði lifað og starfað í fimm kyn-
slóðir.
Hann stytti sér leið og var brátt
korninn út í aðalgötuna. Hann tók
sér far með Wootonvagninum, sem
var hálftómur, en þegar hann taldi
„Ljósin" — það var gamall vani hans
— reyndust þau vera fjögur talsins.
Vélvirki, með verkfæratöskuna við
fætur sér, maður um sextugf, var
að lesa forustugreinina gegnum stái-
spangargleraugu. Hann hélt blaðinu
upp að daufri perunni í horninu og
bærði varirnar um leið og hann las.
Enda þótt Henry gerði sér engar
gyllivonir um stilsnilld sina — Davíð
sonur hans brosti jafnvel að því hve
stíllinn var hátíðlegur og gamaldags
— þá hlýnaði honum samt um
hjartarætur við þá tilhugsun, að
annað veifið tækist honum þó að ná
til alþýðufólksins í borginni og hafa
áhrif á það.
Hann fór úr vagninum i Hanley-
stræti. Húsin við þá götu voru öll
bygg'ð úr rauðum sandsteini, en gafl-
arnir að hálfu leyti úr viði. Inngang-
inum að húsi hans var spillt af tveim
klunnalegum ijóskerasúlum úr járni,
sem skreyttar voru gylltu skjaldar-
merki Hédelstonborgar. Page var
maður, sem var lítið gefinn fyrir
að láta bera á sér, en þar sem hann
hafði verið borgarstjóri tvisvar sinn-
um, taldi hann sér skylt að fylgja
hefðbundinni venju og þiggja þessa
gripi til minningar um embættis-
störf sín.
56