Úrval - 01.02.1959, Page 63
NORÐURLJÓSIÐ
URVAL
Garðurinn, þar sem hann eyddi
flestum frístundum sínum, var far-
inn að verða vorlegur. Hann gekk
hægt upp tröppurnar og þreifaði eft-
ir lyklinum. Þegar hann kom inn í
anddyrið, hengdi hann upp frakkann
sinn og gekk síðan inn í borðstof-
una. Hann þrýsti á hnapp, og brátt
birtist dökkklædd kona, hávaxin og
grannholda, með rauðar, sprungnar
hendur, og færði honum sneitt
kindakjöt, kartöflur og kál.
„Ég er hrædd um að þetta hafi
verið heldur lengi i ofninum, herra
Page. En viljið þér ekki egg,“ sagði
hún.
„Sleppið því, Hanna. Færið mér að-
eins kex og ost.“
Henry var ekkert sérstaklega
svangur þetta kvöld, svo að honum
var næg saðning í ostinum og kex-
inu. Þegar Hanna hafði sótt inni-
skóna hans, fór hann inn i bókaher-
bergið, eins og venja hans var, áður
en hann fór upp í vinnustofu sína,
sem var uppi á lofti. Konan hans,
Alice, sat á sófanum hjá Dorothy.
Þær voru að leysa krossgátuna. Page
þótti vænt um að dóttir hans skyldi
vera heima; eftir að hún fór að
stunda listnámið í Tynecastle, hafði
hún farið of oft út og verði of lengi
frameftir, þegar þess var gætt, að
hún var aðeins seytján ára, nýslopp-
in úr skóla.
„Pabbi," sagði hún, án þess að
líta upp, þegar hann kom inn, „kross-
gátan þín er of þung.“
Page skaraði í eldinn, sem tekinn
var að kulna. „Hvað ertu í vandræð-
um með?“
„Nafnið á Robert Louis Steven-
son, þegar hann var í Suðurhöfum.“
„Reyndu Tusitala. Ef þú litir ein-
stöku sinnum í bók, mundir þú vita
meira um hann."
„Ég sá kvikmyndina „Gulleyjan."
Henry var það ráðgáta, nú sem
fyrr, hvernig börn hans gátu verið
slíkar andstæður — Davið svo skarp-
ur og námfús, Dorothy svo hugsun-
arlaus og flumbruleg.
Konan hans sagði: „Dóru er boð-
ið út i kvöld, til að horfa á sjónvarp
hjá Weatherbyhjónunum." Alice vissi
hvað hún söng. Arehibald Weatherby,
bankastjóri og skóframleiðandi, var
einn af fremstu mönnum Hedleston-
borgar, og konan hans, Eleanor, var
mikil vinkona Alice.
„En —Henry leit á úrið, „klukk-
an er að verða tíu.“
„Vertu ekki svona ósanngjarn,
Henry. Ef þú vilt ekki láta stúlk-
una fá sjónvarpstæki, þá getur þú
ekki bannað henni að horfa á það
hjá öðrum."
Dorothy var þegar á leiðinni til
dyranna. Þegar hún var farin, gat
hann ekki setið á sér að mótmæla.
„Við erum hætt að ráða við hana.
Hvernig í ósköpunum gaztu látið
hana fara í þennan bölvaðan Lista-
skóla . . . Þessir krakkar gera
ekkert annað en að sitja á kaffihús-
unum í Tynecastle, blaðra og þamba
kaffi, þegar þeir eru ekki í bíó . . .
Þú veizt, að hún hefur ekki vott af
listamannshæfileikum."
„Ef til vill ekki. En hún kynnist
góðum unglingum, sumum af beztu
ættum. Það hefur sína þýðingu. Okk-
ur langar vist ekki til að fá annan
skell, er það, elskan?"
57